„Lífið var þrældómur, það var bara þannig“

Jensína Jóna Kristín Guðmundsdóttir, kölluð Jenna, fagnaði 100 ára afmæli …
Jensína Jóna Kristín Guðmundsdóttir, kölluð Jenna, fagnaði 100 ára afmæli í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Rétt fyrir skírnina mína dreymdi mömmu nöfn látinna systkina pabba, Jónu Kristínar og Jens, skrifuð á rúðu. Þaðan kemur nafnið,“ segir Jensína Jóna Kristín Guðmundsdóttir, kölluð Jenna sem fagnaði 100 ára afmæli í gær en á laugardag verður blásið til veislu þar sem sungið verður til heiðurs afmælisbarninu.

„Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja, söng mikið og hátt og eyðilagði í mér röddina. Nágrannarnir kvörtuðu undan hávaðanum við foreldra mína,“ segir Jenna hlæjandi.

Spurð í viðtali í Morgunblaðinu í dag  hver Jenna sé, svarar hún: „Ég er 100 ára kelling að vestan sem þrælað hefur mikið um ævina. Ég á 5 börn, 18 barnabörn og 42 langömmubörn. Er það ekki vel af sér vikið?“ Jenna segir að mamma hennar hafi alltaf verið að eignast börn. Hún átti 14 en 12 komust á legg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert