Níunda málið til skoðunar

Rannsókn lögreglu miðar vel.
Rannsókn lögreglu miðar vel. mbl.is/Golli

Eitt mál til viðbótar þeim átta kærum sem borist hafa vegna meintra kynferðisbrota fyrrverandi starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur er til skoðunar. Lögreglan skoðar ítarlega hvað kunni að hafa farið úr­skeiðis þegar dróst á lang­inn að hefja rann­sókn á ætluðum brotum.

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að níunda málið væri til skoðunar en það mál er frá því fyrir aldamót.

Árni Þór Sig­munds­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn segir rannsókn lögreglu miða vel en talað hefur verið við á fimmta tug fólk vegna hennar.

Maður­inn sem um ræðir var starfsmaður Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur og starfaði einnig sem stuðnings­full­trúi. Dreng­ur sem seg­ir mann­inn hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega á sér þegar hann var á aldr­in­um 8 til 14 ára lagði fram kæru á hend­ur hon­um í ág­úst síðastliðnum.

Lög­regla hóf hins veg­ar ekki rann­sókn á mál­inu fyrr en í des­em­ber, fimm mánuðum eft­ir að kær­an var lögð fram. Á meðan starfaði maður­inn á skamm­tíma­heim­ili fyr­ir ung­linga í Breiðholti, líkt og hann hafði gert frá ár­inu 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert