Úttekt á Reykjavíkurflugvelli fyrsta skrefið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur nauðsynlegt að fá ...
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur nauðsynlegt að fá erlenda aðila til að vinna úttekt á kostum og göllum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég legg áherslu á að það hefur engin ákvörðun verið tekin önnur en að fá allar upplýsingar upp á borðið, svo að menn geti tekið yfirvegaða umræðu um það hvert við stefnum, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um skýrslu starfshóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Greint var frá því á miðvikudag að starfshópurinn, undir stjórn Hreins Loftssonar, hefði skilað inn áfangaskýrslu þar sem hann mælir með að fullkannað verði með flutning flugvallarins í Hvassahraun og að það þurfi að gera jafnfljótt og auðið er.

„Ég fór með minnisblað á ríkisstjórnarfund á þriðjudag og í kjölfarið birtum við þessa skýrslu,“ segir Sigurður Ingi. Í henni komi fram að það þurfi að fullkanna bæði kostnað og hvað þurfi að gera á Reykjavíkurflugvelli til þess að hann uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til hans sem innanlandsflugvallar, öryggisflugvallar, sjúkraflugvallar og varaflugvallar.

Reykjavíkurflugvöllur ekki fullkannaður

Sigurður Ingi bendir á að fram hafi komið í skýrslu Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugstjóra, um flugvallarmálið nauðsyn þess að það séu tveir flugvellir á suðvesturhorninu til þess að uppfylla öryggisskilyrði. Þá hafi Rögnunefndin svonefnda, sem lagði til Hvassahraun, ekki fullkannað Reykjavíkurflugvöll.

„Þess vegna er í minnisblaðinu til ríkisstjórnar annars vegar talað um að fá yfirsýn yfir það sem þarf að gera á Reykjavíkurflugvelli og hvað það muni kosta til að hann uppfylli um langa framtíð þessar kröfur. Samhliða þessu myndum við setja á laggirnar óháða skoðun á Hvassahraunsmálinu, til að hafa einhvern valkost til að bera saman við,“ segir Sigurður Ingi. „Til að við getum svarað þessari spurningu sem hefur kannski verið ósvarað dálítið lengi hér á Íslandi.“

Sigurður Ingi segir koma skýrt fram í áfangaskýrslunni að engin áform séu uppi um að Reykjavíkurflugvöllur fari neitt, fyrr en annar sambærilegur flugvöllur sé kominn til að uppfylla þessi skilyrði.   

Reykjavíkurflugvöllur úr lofti. Sigurður Ingi segir að fullkanna þurfi bæði ...
Reykjavíkurflugvöllur úr lofti. Sigurður Ingi segir að fullkanna þurfi bæði kostnað og hvað þurfi að gera á Reykjavíkurflugvelli til þess að hann uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til hans sem innanlandsflugvallar, öryggisflugvallar, sjúkraflugvallar og varaflugvallar. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

„Ég legg áherslu á að í þessu sambandi hefur engin ákvörðun verið tekin annað en að fá upplýsingar upp á borð svo að menn geti tekið yfirvegaða umræðu um það hvert við stefnum,“ segir hann.

Umræðan þarf að vera málefnaleg og trúverðug

Í áfangaskýrslunni er m.a. vísað í nokkuð ítarlega rannsókn Icelandair á aðstæðum í Hvassahrauni fyrir flugvöll, en þar segir m.a. að veðurfarslegar aðstæður séu betri þar en á Keflavíkurflugvelli en þó verri en í Reykjavík.

Spurður um þá fullyrðingu segir ráðherra nauðsyn að fá óháðan aðila til að gera ítarlega skoðun. „Til að umræðan verði málefnaleg og trúverðug,“ segir hann. „Við þekkjum söguna. Það hafa margir tekið stöðuna og margir samningar verið gerðir. Það hefur margt verið gert sem samt hefur einvern veginn ekki verið í takt við það sem menn ætla sér.“

Umræðan fari á málefnalegra plan

„Núna verðum við hins vegar að komast til botns í þessu og fyrsta skrefið er nánari úttekt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Sigurður Ingi. Þetta hafi komið fram í minnisblaði sínu og sé í tillögum nefndarinnar „og ég er að framfylgja því.“ Þetta sé sömuleiðis í takt við það sem fram hafi komið hjá Rögnunefndinni. „Svo er það hinn þátturinn, til þess að hafa valkost til samanburðar og hugsanlega að skoða þá þessar hugmyndir Icelandair, að þá þar líka að setja saman starfshóp. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við fáum erlenda aðila til slíks, vegna hagsmunatengsla á Íslandi.“

Kveðst ráðherra ætla að fara fyrir því að það verði gert. „Ég hyggst vinna þetta áfram á grundvelli þessara tillagna til að við getum tekið þessa umræðu á eitthvað málefnalegra og vitrænt plan.“

Fengið að vera of lengi í þessum farvegi

Verið sé að skoða hvernig erlendi starfshópurinn verði settur saman, en ljóst megi telja að vinna hans muni taka einhvern tíma. Sigurður Ingi kveðst engu að síður vera meðvitaður um tímapressuna. „Þar sem þetta mál hefur kannski allt of lengi fengið að vera í þessum farvegi sem það hefur verið í.“

Lengi hefur legið fyrir að Framsóknarflokkurinn er hlynntur því að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýrinni. Spurður um þetta segir Sigurður Ingi þetta hafa verið skoðun flokksins á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir hafi legið.

„Ég kem að þessu núna sem ráðherra að þessum málaflokk og þarf að nálgast verkefnið með það í huga hvað er best fyrir íslenska þjóð. Þess vegna er ég að leita eftir því að fá þessar upplýsingar sem bestar á borðið svo við getum tekið umræðu á trúverðugum grunni og síðan þá einhverja ákvarðanatöku,“ segir Sigurður Ingi. „Ég ítreka þó enn og aftur að það er engin ákvörðun fólgin í því sem ég er að gera núna. Ég er fyrst og fremst að fylgja þessu eftir.“

mbl.is

Innlent »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »

„Kristján kveður og Kristján heilsar“

Í gær, 17:35 Skálholtshátíð fór fram um helgina og var dagskráin fjölbreytt. Í dag fór fram biskupsvígsla, en þá vígði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju. Meira »

Þreytt á hraðakstri í Mosfellsdal

Í gær, 17:10 Íbúasamtökin í Mosfellsdal hafa árum saman kallað eftir umbótum á veginum sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og liggur í gegnum Mosfellsdalinn. Þau vilja hraðamyndavélar og bann við framúrakstri en segja að erfiðlega gangi að ná eyrum ráðamanna. Meira »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

Í gær, 16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »

Sigraði anorexíuna

Í gær, 13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

Í gær, 11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

Í gær, 11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

Í gær, 10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

Í gær, 10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

Í gær, 09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

Í gær, 09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

Í gær, 08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage in Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
FJÖLSKYLDUFERÐ Í SÓLINA. Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallar...