Úttekt á Reykjavíkurflugvelli fyrsta skrefið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur nauðsynlegt að fá ...
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur nauðsynlegt að fá erlenda aðila til að vinna úttekt á kostum og göllum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég legg áherslu á að það hefur engin ákvörðun verið tekin önnur en að fá allar upplýsingar upp á borðið, svo að menn geti tekið yfirvegaða umræðu um það hvert við stefnum, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um skýrslu starfshóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Greint var frá því á miðvikudag að starfshópurinn, undir stjórn Hreins Loftssonar, hefði skilað inn áfangaskýrslu þar sem hann mælir með að fullkannað verði með flutning flugvallarins í Hvassahraun og að það þurfi að gera jafnfljótt og auðið er.

„Ég fór með minnisblað á ríkisstjórnarfund á þriðjudag og í kjölfarið birtum við þessa skýrslu,“ segir Sigurður Ingi. Í henni komi fram að það þurfi að fullkanna bæði kostnað og hvað þurfi að gera á Reykjavíkurflugvelli til þess að hann uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til hans sem innanlandsflugvallar, öryggisflugvallar, sjúkraflugvallar og varaflugvallar.

Reykjavíkurflugvöllur ekki fullkannaður

Sigurður Ingi bendir á að fram hafi komið í skýrslu Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugstjóra, um flugvallarmálið nauðsyn þess að það séu tveir flugvellir á suðvesturhorninu til þess að uppfylla öryggisskilyrði. Þá hafi Rögnunefndin svonefnda, sem lagði til Hvassahraun, ekki fullkannað Reykjavíkurflugvöll.

„Þess vegna er í minnisblaðinu til ríkisstjórnar annars vegar talað um að fá yfirsýn yfir það sem þarf að gera á Reykjavíkurflugvelli og hvað það muni kosta til að hann uppfylli um langa framtíð þessar kröfur. Samhliða þessu myndum við setja á laggirnar óháða skoðun á Hvassahraunsmálinu, til að hafa einhvern valkost til að bera saman við,“ segir Sigurður Ingi. „Til að við getum svarað þessari spurningu sem hefur kannski verið ósvarað dálítið lengi hér á Íslandi.“

Sigurður Ingi segir koma skýrt fram í áfangaskýrslunni að engin áform séu uppi um að Reykjavíkurflugvöllur fari neitt, fyrr en annar sambærilegur flugvöllur sé kominn til að uppfylla þessi skilyrði.   

Reykjavíkurflugvöllur úr lofti. Sigurður Ingi segir að fullkanna þurfi bæði ...
Reykjavíkurflugvöllur úr lofti. Sigurður Ingi segir að fullkanna þurfi bæði kostnað og hvað þurfi að gera á Reykjavíkurflugvelli til þess að hann uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til hans sem innanlandsflugvallar, öryggisflugvallar, sjúkraflugvallar og varaflugvallar. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

„Ég legg áherslu á að í þessu sambandi hefur engin ákvörðun verið tekin annað en að fá upplýsingar upp á borð svo að menn geti tekið yfirvegaða umræðu um það hvert við stefnum,“ segir hann.

Umræðan þarf að vera málefnaleg og trúverðug

Í áfangaskýrslunni er m.a. vísað í nokkuð ítarlega rannsókn Icelandair á aðstæðum í Hvassahrauni fyrir flugvöll, en þar segir m.a. að veðurfarslegar aðstæður séu betri þar en á Keflavíkurflugvelli en þó verri en í Reykjavík.

Spurður um þá fullyrðingu segir ráðherra nauðsyn að fá óháðan aðila til að gera ítarlega skoðun. „Til að umræðan verði málefnaleg og trúverðug,“ segir hann. „Við þekkjum söguna. Það hafa margir tekið stöðuna og margir samningar verið gerðir. Það hefur margt verið gert sem samt hefur einvern veginn ekki verið í takt við það sem menn ætla sér.“

Umræðan fari á málefnalegra plan

„Núna verðum við hins vegar að komast til botns í þessu og fyrsta skrefið er nánari úttekt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Sigurður Ingi. Þetta hafi komið fram í minnisblaði sínu og sé í tillögum nefndarinnar „og ég er að framfylgja því.“ Þetta sé sömuleiðis í takt við það sem fram hafi komið hjá Rögnunefndinni. „Svo er það hinn þátturinn, til þess að hafa valkost til samanburðar og hugsanlega að skoða þá þessar hugmyndir Icelandair, að þá þar líka að setja saman starfshóp. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við fáum erlenda aðila til slíks, vegna hagsmunatengsla á Íslandi.“

Kveðst ráðherra ætla að fara fyrir því að það verði gert. „Ég hyggst vinna þetta áfram á grundvelli þessara tillagna til að við getum tekið þessa umræðu á eitthvað málefnalegra og vitrænt plan.“

Fengið að vera of lengi í þessum farvegi

Verið sé að skoða hvernig erlendi starfshópurinn verði settur saman, en ljóst megi telja að vinna hans muni taka einhvern tíma. Sigurður Ingi kveðst engu að síður vera meðvitaður um tímapressuna. „Þar sem þetta mál hefur kannski allt of lengi fengið að vera í þessum farvegi sem það hefur verið í.“

Lengi hefur legið fyrir að Framsóknarflokkurinn er hlynntur því að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýrinni. Spurður um þetta segir Sigurður Ingi þetta hafa verið skoðun flokksins á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir hafi legið.

„Ég kem að þessu núna sem ráðherra að þessum málaflokk og þarf að nálgast verkefnið með það í huga hvað er best fyrir íslenska þjóð. Þess vegna er ég að leita eftir því að fá þessar upplýsingar sem bestar á borðið svo við getum tekið umræðu á trúverðugum grunni og síðan þá einhverja ákvarðanatöku,“ segir Sigurður Ingi. „Ég ítreka þó enn og aftur að það er engin ákvörðun fólgin í því sem ég er að gera núna. Ég er fyrst og fremst að fylgja þessu eftir.“

mbl.is

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...