Vigdís leiðir lista Miðflokksins í borginni

Vigdís var ekki lengi að hugsa sig um þegar nafn …
Vigdís var ekki lengi að hugsa sig um þegar nafn hennar kom upp. mbl.is/Styrmir Kári

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, skipar oddvitasæti lista Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Þetta var tilkynnt í opnunarteiti skrifstofu flokksins á Suðurlandsbraut nú fyrir skömmu. 

„Ég geri þetta fyrst og fremst því það er verk að vinna í borginni og ég var ekki lengi að ákveða mig þegar þetta kom til að ég yrði borgastjóraefni Miðflokksins,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is. 

„Það er mikill meðbyr með flokknum á höfuðborgarsvæðinu, ég hef fundið það síðastliðna mánuði. Við unnum auðvitað mikinn kosningasigur í Alþingiskosningunum og sá meðbyr hefur haldið. Ég var raunverulega bara að sinna því kalli að halda þessari sigurgöngu flokksins áfram.“

Ákveðið var að kynna oddvita flokksins í kvöld en lokafrestur til að skila inn öðrum framboðum er samt sem áður klukkan 12, laugardaginn 17. febrúar næstkomandi. Þann 24. febrúar mun svo stjórn Miðflokksins í Reykjavík svo kynna 6 efstu frambjóðendur á framboðslistanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert