„Ætlaði að gera góða hluti á þessu móti“

Stefán Bergsson skákmeistari Reykjavíkur 2018.
Stefán Bergsson skákmeistari Reykjavíkur 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Bergsson, sögukennari í Verzlunarskóla Íslands, er skákmeistari Reykjavíkur 2018. Verðlaunaafhending fer fram á sunnudag í Taflfélagi Reykjavíkur. Í upphafi mótsins var Stefán 14. stigahæsti keppandinn. Kom sigurinn á óvart?

„Bæði já og nei,“ segir Stefán í Morgunblaðinu í dag. „Margir sterkir skákmenn, betri en ég, tóku þátt í mótinu. En ég lagði mikið á mig, fyrir mótið og í því, og stundaði mikla líkamsrækt samhliða. Ég ætlaði að gera góða hluti á þessu móti.“

Stefán segir mikilvægt að hafa gott líkamlegt þrek á skákmótum, einkum þegar líða fer á skákina og þreytan fer að sækja á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert