Þokkaleeega pepp í vel séð tjill

Orðfæri unglinga hefur breyst talsvert frá því þessi mynd var ...
Orðfæri unglinga hefur breyst talsvert frá því þessi mynd var tekin árið 1972 í grunnskóla í Reykjavík. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Munur á orðfæri mismunandi kynslóða er alltaf einhver, ekki síst þegar kemur að ýmiskonar tískuorðum, slangri og slettum. Sunnudagsblað Morgunblaðsins hitti fólk á öllum aldri og fékk innsýn í hvaða orð fylgja kynslóðunum, hvaða orð þykja úrelt og hvaða orð ákveðnir aldurshópar skilja jafnvel ekki.

Nálgast ritmál eins og skeytasendingar

„Mín kynslóð notar dálítið að eitthvað sé hax í merkingunni að eitthvað sé ósanngjarnt svindl. Ég held að það komi upphaflega úr tölvuleiknum Counter Strike og er ekki bara í neikvæðri merkingu. Maturinn getur til dæmis verið svo sjúklega góður að hann er hax, svindl góður.
Annað orðalag sem er mjög áberandi er að fólk segist ætla að detta eða hlaða í eitthvað eða henda í eitthvað. Eins og að detta í bíó í kvöld, henda í facebook-status. Í fyrradag var fyrirsögn á vefmiðli um íþróttamann sem „hlóð í þrennu“ en hann skoraði sem sagt þrennu,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson íslenskufræðingur er mikill áhugamaður um orðfæri og slangur en hann hefur skrifað BA-verkefni um blótsyrðið fokk og skyld orð í íslensku nútímamáli. 

„Þá er yngra fólki mjög tamt að nota sögnina að beila, þótt einhverjir myndu segja að þetta væri ekki íslensk sögn er hún mikill partur af talmáli yngra fólks í merkingunni að hætta við eitthvað og þar er meira að segja kynslóðamunur á notkun hennar út frá málfræði. Mín kynslóð myndi tala um að beila á einhverju meðan yngri kynslóð, krakkar undir tvítugu tala um að beila á eitthvað þar sem sögnin tekur með sér þolfall. Ég veit ekki hvernig það gerðist og hef þó meira að segja borið mig eftir að kanna það,“ segir Einar.

Einar Lövdahl Gunnlaugsson
Einar Lövdahl Gunnlaugsson Eggert Jóhannesson

Einar segir líka mun á ritmáli, það er að segja þegar sms og skilaboð á spjalli á netinu eru send.

„Mömmu og pabba kynslóð nálgast ritmál eins og skeytasendingar, hvert stafbil kosti aukalega. Maður hefur lent í því að vera í útlöndum og sendir kannski að maður sé kominn á leiðarenda eftir langt ferðalag, allt hafi gengið vel og hótelið sé æði og maður fær „Ok“ til baka. Þau meina það ekkert illa en yngri kynslóð myndi ekki leyfa sér það.“

Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, Halldóra Björt Ewen, Þórhildur Magnúsdóttir og Unnar ...
Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, Halldóra Björt Ewen, Þórhildur Magnúsdóttir og Unnar Ingi Sæmundundarson. Kristinn Magnússon

Þokkaleeeega bannað að svara með ok og punkti

Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hitti blaðamaður íslenskukennarana Halldóru Björt Ewen og Hugrúnu R. Hólmgeirsdóttur og nemendur á lokaári, Þórhildi Magnúsdóttur og Unnar Inga Sæmundarson.
Halldóra og Hugrún, rámar ykkur í orð sem voru í tísku þegar þið voruð unglingar?
Hugrún: „Ýkt flott. Það var allt ýkt. Iiiiiii líka [innsk. blm: einkum þekkt í Hafnarfirði og gefur til kynna eitthvað sé rangt, asnalegt].“
Halldóra: „Þokkaleeeega. Það orð var mikið notað þar sem áherslan var öll á eee. Þegar kvikmyndin Veggfóður varð vinsæl 1992 heilsuðumst við vinahópurinn í lengri tíma: „Blessaður trommuheili.“ Reyndar heilsumst við vinkonurnar þannig ennþá tvær.“
Unnar: (klórar sér í hausnum): „Þokkalega með þessari áherslu er mjög furðulegt!“

Hvaða tískuorð er ykkar kynslóð að nota, Þórhildur og Unnar?
Þórhildur: „Geggjað og geðveikt er mjög mikið notað.“
Unnar: „Og pepp. Ég er mjög peppaður. Eruð þið pepp í þetta?“
Halldóra: „Ég hef á tilfinningunni að ykkur finnist mjög hallærislegt þegar ég nota það orð. Eru ekki allir pepp í bókunum? Þá sé ég svipinn á ykkur.“
Hugrún: „Svo er mjög merkilegt að unga kynslóðin heldur að sum gömul og góð orð séu nýtt slangur. Nemendur mínir nota mikið að eitthvað sé „illa séð“ eða „vel séð“. Svo þegar ég segi við nemendur mína; „Er það ekki bara vel séð?“ þá halda þau niðri í sér hlátrinum og finnst ég vera að reyna að vera unglingur! Nemandi sem var að skrifa ritgerð hjá mér um Njálu, spurði mig hvort það væri í lagi að nota svona „slangur“ eins og vel séð.“
Þórhildur: „Orð eru oft vinsæl hjá yngri kynslóðum í einhvern ákveðinn tíma en detta svo út. Fullorðna fólkið er þá hins vegar búið að læra þau og nota miklu lengur og mjög mikið. Dæmi um slík orð er fössari og fullorðnir hafa reynt að stytta alls konar orð í þessum sama dúr eftir að það varð vinsælt. Mamma sagði við mig um daginn; „Veistu að ég bjó til nýtt slangur um daginn, fossari yfir forseta. Ég sagði við pabba þinn, „Finnst þér ekki Fossarinn flottur?“ og hann skildi mig alveg.““
Það er hlegið á kostnað foreldranna.


Hvaða orðum hafið þið tekið eftir hjá yngri kynslóðum sem eru greinilega tískuorð, Halldóra og Hugrún?
Halldóra: „Franska orðið moi [mig, þf. af franska persónufornafninu ég]. Nema að þau skrifa það öll moj og bera fram moj en ekki múah eins og á að gera. Ég hló svo mikið að þessu, sagði við þau: „Þið vitið að þið eigið að segja múah en ekki moj, hvað er þetta eiginlega?“ Þetta orð heyrist um allt, þau tríta moj og mér fannst það svo hallærislegt að tönglast á þessu moj að ég fór að vinna markvisst í að reyna að breyta þessu, tók öfugu sálfræðina á þetta á Twitter og víðar og notaði óspart frasa eins og „trít á mojsun“ og lít raunar svo á að ég hafi náð að þagga aðeins niður þetta moj-rugl.
Ég finn líka kynslóðamun í skilningi sem ungt fólk leggur í skrifað mál í til dæmis tölvupóstum. Ef ég sendi þér tölvupóst og spyr þig; „Kemstu Júlía?“ Og þú svarar: „Ók, ég kem“ þá eru það bara eðlileg samskipti.
Ég fékk til mín unglingsstelpu sem var að senda skilaboð til sér svolítið eldri manneskju, spyrja hvort hún gæti fengið að tala við hana. Svarið sem hún fékk var „Ok.“ En af því að þarna í svar viðkomandi vantaði eitthvað meira, broskarla, eða lengra mál, þá túlkaði stelpan það svo að viðkomandi væri hreinlega eitthvað illa við sig. Ég skoðaði þessi samskipti með henni og það var ekkert óeðlilegt í þeim, viðkomandi var bara hress og til í að tala við hana.“
Þórhildur: „Já, við þekkjum þetta. Foreldrar svara bara „ok“ við einhverjum skrifuðum skilaboðum sem mín kynslóð hefði alltaf skrifað lengra svar við. Þetta er sérstaklega slæmt ef svarið er „ok.“ Með punkti. Þá er þessi aðili mjög pirraður út í þig. En ég er reyndar komin yfir það að taka svona svörum persónulega.“

Hvaða orð notar eldra fólk en þið, Þórhildur og Unnar, sem ykkur finnst hallærisleg eða bara notið ekki?
Unnar: „Töffari, pæja og skvísa. Mér finnast þau orð svolítið skrýtin og smá kjánaleg. Og líka orð á ensku eins og honey, eða baby, alveg hræðileg bara. Þegar mamma sagðist vera að hugsa sér gott til glóðarinnar hafði ég ekki hugmynd um hvað hún var að meina. Og frænka mín sem spurði mig að því, þegar ég var að fara til útlanda, hvort mig klæjaði í puttana að komast út. Ég bara, já, já, og mig klæjar í tærnar. Hafði ekki heyrt þetta áður. Minn aldur notar orðtök mjög lítið.“

Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Rúnar Einarsson, Ragnheiður Dóra Jónsdóttir og Hallveig ...
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Rúnar Einarsson, Ragnheiður Dóra Jónsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir. Árni Sæberg

Hefurðu heyrt um grænar bólur?

Í Garðabæ hittir blaðamaður hjónin Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur, fyrrverandi tónmenntakennara og kórstjóra, og Rúnar Einarsson rafvirkja, dóttur þeirra Hallveigu óperusöngkonu og svo dóttur Hallveigar, Ragnheiði Dóru Jónsdóttur menntaskólanema. 

Hverju munið þið eftir þegar þið hugsið út í vinsæl tískuorð þegar þið voruð yngri?
Hallveig: „Mín kynslóð byrjaði með ógeðslega. Pabbi gerir enn grín að mér fyrir að nota það. Einnig þú veist. Glætan, spætan og feis var vinsælt.“
Rúnar: „Gæjar og pæjur eru orð sem komu inn þegar við vorum ung.“
Guðfinna: „Orð yfir stúlkur voru oft mjög ljót, það var talað um kvenmannsbelgi. “
Ragnheiður: „Mín kynslóð notar sum orð ekki í sömu merkingu og eldri kynslóðir. Það er til dæmis jákvætt að vera drusla í dag.“
Guðfinna: „Drusla getur aldrei orðið jákvætt. Drusla er tuska.“
Hallveig: „Foreldrar mínir voru ekki mjög ungir þegar þeir áttu mig, þannig að ég notaði oft dönsk orð frá þeim, sem enginn jafnaldri skildi. Um daginn bað ég manninn minn að setja bestik [hnífapör] á borðið. Hann vissi ekkert hvað ég var að tala um.“
Rúnar: „Einn félagi minn notaði alltaf orðið skaffigræjur yfir hnífapör.“
Guðfinna: „Tískuorð á okkur tíma voru ýmis dönsk orð eins og kújon, kjánaprik. En ég gleymi aldrei þegar ég var að kenna, og krakkar komu úr dönskuprófi og spurðu; Hvað þýðir eiginlega þetta fortó? Ég bara gapti, fyrir mér var fortó jafngilt og önnur íslensk orð.“
Rúnar: „Þegar ég var barn bjó ég á Hverfisgötu. Stundum þegar mamma var að bauka í kokkhúsinu við eldamaskínuna fór pabbi með okkur í spássitúr. Við fórum út um vaskahúsið og gengum framhjá offiserakampi við Hlemm. Pabbi brýndi fyrir okkur að ganga á fortóinu. Á sláturtíð gengum við niður að sjó og í fjörunni reageraði Logi svíðingur, hann sveið hausa og lappir fyrir sláturfélagið. Hann sat við fírverkeríið og hann gaf okkur sviðnar lappir í poka. Svo fórum við niður að höfn og komum heim með spyrðu. Það eru ýmis orð hér ég býst við að margt ungt fólk skilji ekki.“
Hallveig: „Örugglega komin 20 orð sem Ragnheiður skilur ekki.“
Ragnheiður: „Ég er aðallega að pæla, hvað þýðir eiginlega fortó?!“
Guðfinna: „Gangstétt! Við töluðum líka um að tjútta.“ (Nú flissar Ragnheiður, tjútta!).

En tískuorð þinnar kynslóðar, Ragnheiður?
Ragnheiður: „Pepp notum við mikið í merkingunni að vera spenntur fyrir einhverju. „Ég er svo pepp“ þýðir „ég er svo spennt“. Hellað er annað, þýðir að eitthvað sé æðislegt. Við segjum að eitthvað sé geðveikt beisik og svo erum við að tjilla, hanga og hafa það notalegt.“
Hallveig: „Myndir þú skilja ef ég segðist vera með grænar bólur fyrir einhverju?“
Ragnheiður: „Já, en bara vegna þess að ég lærði það í íslenskutíma. Nota það alls ekki.“

Tryggvi Gíslason.
Tryggvi Gíslason. Haraldur Jónasson/Hari

Akkúrat sympatískur

Tryggvi Gíslason, lengi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er af þeirri kynslóð sem man þegar danskan hafði sterk ítök í samskiptum fólks. Enda þótt Tryggvi sé þekktur sem mikill íslenskumaður og ætlaði sér meira að segja að verða doktor í málvísindum, þegar kall kom frá Akureyri um að sækja um starf skólameistara, gengst hann fúslega við því að dönsk orð slæðist oft inn í daglegt mál hans.
Nú hefur þú góða yfirsýn yfir orðfæri margra kynslóða. Finnst þér mikill munur á milli íslenskra kynslóða í máli?
„Ég held að það sé ekki svo mikill munur milli mín og barnanna minna heldur sé meiri munur í tungumáli milli barnanna minna og barnanna þeirra, barnabarnanna minna. Þetta er erfitt að sýna fram á með dæmum, en ég hef rætt þetta við börn mín sem hafa tekið undir þetta.
Einnig var munurinn á milli kynslóðar okkar Grétu [Margrétar Eggertsdóttur] eiginkonu minnar og foreldra okkar í orðfæri ekki svo mikill, að ég held. Ég held að kynslóðamunurinn birtist raunverulega fyrst fyrir 20 til 25 árum.“


Þegar þú varst að alast upp á Akureyri, hversu áberandi voru dönskuslettur í þínu málumhverfi?
„Þær voru mjög áberandi. Þegar ég kom til Akureyrar 7 ára gamall, fór ég niður á Ráðhústorg eins og það heitir á Akureyri, því að við Akureyringar eru stórlátir menn, eigum Ráðhústorg en ekkert Ráðhús. Þar kom til mín maður og sagði við mig: „Má bjóða þér bolsíur?“ Ég var nú ekki betri í dönsku en þetta að ég þorði ekki að segja já, því ég vissi ekki hvað hann var að bjóða mér. Bolsíur eru náttúrlega sælgæti, brjóstsykur, en á Akureyri keyptu menn ekki brjóstsykur heldur bolsíur. Akureyringar töluðu um altan (svalir), auðvitað með rödduðu l-i, bíslag (skúr), sultutau, margarín (smjörlíki), fortó (gangstétt) og mjög algengt var á Akureyri að menn notuðu drossíur um fólksbifreiðar.“


En þú sjálfur? Eru dönskuslettur í þínu máli sem kannski barnabörn tengja ekki við?
„Já, þau grínast með ýmsar dönskuslettur sem ég nota. Ég held að þau vandi sig líka sérstaklega þegar þau koma í heimsókn til okkar og reyni að tala gott mál en gera þess í stað gys að mér þegar ég segi „akkúrat“, sem ég nota mjög mikið. Þá er Grétu strítt á því, af börnum okkar og barnabörnum, þegar hún segir að einhver sé sympatískur.
Gamlir nemendur mínir hafa meira að segja skrifað mér eftir að ég fór að skrifa í Vikudag, blað okkar Akureyringa, um íslenskt mál og sproksetja mig fyrir dönskuslettur.“
Blaðamaður hváir. Sproksetja?
„Sproksetja. Já, það merkir að gera gys að eða gagnrýna. Mér er þetta orð tamt. Þá sendi gamall nemandi minn mér línu á dögunum og sagðist muna að ég hefði oft sagt „akkúrat“ í tímum þegar ég var að kenna. Og það var - náttúrlega - ekki nógu gott fyrir íslenskukennara að vera tekinn svona á beinið.“

Umfjöllunina má lesa í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...