Leiðsögn forsætisráherra frestað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leiðsögn hennar um Þjóðminjasafnið hefur verið frestað …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leiðsögn hennar um Þjóðminjasafnið hefur verið frestað vegna veðurs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem fara átti fram í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 14, hefur verið frestað vegna veðurs.

Katrín Jakobsdóttir ætlaði að  genga með gestum um Þjóðminjasafnið með leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi sem átti að vera sú fyrsta í röð atburða á safninu í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

Verður þess í stað boðið upp á leiðsögnina á sunnudaginn eftir viku, 18. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert