Oliver og Hilmir Norðurlandameistarar

Jón Kristinn Þorgeirsson (t.v.), Hilmir Freyr Heimisson (fyrir miðju) og …
Jón Kristinn Þorgeirsson (t.v.), Hilmir Freyr Heimisson (fyrir miðju) og Oliver Aron Jóhannesson (t.h.). Ljósmynd/Björn Ívar Karlsson

Þeir Oliver Aron Jóhannesson og Hilmir Freyr Heimisson urðu í dag Norðurlandameistarar í sínum aldursflokkum í skák, Oliver í U20 og Hilmir Freyr í U17. Mótið var haldið í finnsku borginni Vierumäki að þessu sinni og var teflt í fimm flokkum.

Oliver Aron hlaut 4,5 vinninga af sex mögulegum og Hilmir Freyr hlaut fimm vinninga af sex. Þá komst Jón Kristinn Þorgeirsson einnig á verðlaunapall en hann endaði í þriðja sæti í U20-flokknum með fjóra vinninga.

Íslenski hópurinn ásamt liðsstjórum og þjálfurum.
Íslenski hópurinn ásamt liðsstjórum og þjálfurum. Ljósmynd/Björn Ívar Karlsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert