Framtíð skólans skoðuð

Flutningur Tækniskólans er meðal þess sem skoðað verður nú í …
Flutningur Tækniskólans er meðal þess sem skoðað verður nú í sumar þegar formleg vinna hefst. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Skólinn þarf ekki að vera á einum stað en það er auðvitað æskilegra,“ segir Jón B. Stefánsson, fráfarandi skólameistari Tækniskólans, um hugsanlega flutninga skólans í nýtt húsnæði á næstu árum.

Í dag er starfsemi skólans á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. á verðmætu byggingarlandi við Háteigsveg og Frakkastíg, en heildarstærð bygginga skólans er um 25.000 fm.

Jón segir að þrátt fyrir góðar staðsetningar hafi enginn þrýstingur verið settur á af hálfu ríkisins, sem á lóðirnar, um flutning úr núverandi húsakynnum. „Það var ákvörðun stjórnar skólans að skoða ýmiss konar mál, m.a. húsnæðismál. Það er ekkert sem ríkið kemur að sem stendur en auðvitað gæti það gerst á seinni stigum,“ segir Jón í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert