Fulltrúi ráðuneytisins til Spánar

Sunna Elvira Þorkelsdóttir.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Sunnu Elviru

Fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu er kominn til Spánar þar sem hann ætlar að kynna sér mál Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem slasaðist á mænu við fall í borginni Malaga.

„Það er betra að senda einhvern þarna suður eftir. Við viljum vera fullviss um að við séum að gera allt sem hægt er,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, og bætir við að ráðuneytið hafa unnið í máli Sunnu hvern einasta dag síðan það kom upp í janúar.

Hún tekur fram að ráðuneytið geti ekki haft afskipti af starfi spænskra stjórnvalda. „Við erum ekki að rannsaka þetta mál. Okkar aðkoma er sú að aðstoða hana og reyna að sjá til þess að þessi dvöl verði sem bærilegust,“ segir Urður.

Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segir að mál hennar sé enn í biðstöðu. Hún sé enn í ótímabundnu farbanni og henni hafi ekki verið hleypt á annan spítala.

„Það er það sem við höfum gert mestar athugasemdir við, að henni sé haldið í þessari lágmarksþjónustu,“ segir Páll.

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert