Haraldur sigraði í Mosó

Mosfellsbær.
Mosfellsbær. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sem varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum á laugardag.

Í öðru sæti hafnaði Ásgeir Sveinsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir varð í þriðja sæti og Rúnar Bragi Guðlaugsson í fjórða sæti. Í fimmta sæti hafnaði Arna Hagalínsdóttir, Hafsteinn Pálsson í því sjötta, Helga Jóhannesdóttir í sjöunda sæti og Kristín Ýr Pálmarsdóttir í áttunda sæti.

Í Morgunblaðinu í dag kveðst Haraldur ánægður með niðurstöðu prófkjörsins og væntanlegan lista. „Það kom út úr þessu listi sem endurspeglar fjölbreytileika, bæði eftir kyni, aldri og reynslu,“ segir bæjarstjórinn en fjórar konur og fjórir karlar eru í átta efstu sætunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert