Herjólfur siglir eftir áætlun

Herjólfur.
Herjólfur. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðgerðir á Herjólfi tókust vel fyrir helgi. Skipið bilaði um leið og það var nýkomið úr viðgerð í Hafnarfirði á föstudaginn. Tvær dæl­ur í glu­ssa­kerfi skips­ins gáfu sig. Gert var við bilunina samdægurs og það tók skemmri tíma en ætlað var í fyrstu og einungis féll ein ferð niður, fyrri ferðin á föstudaginn.

„Herjólfur er flottu standi og siglir eftir áætlun,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Hann bendir á að Herjólfur hafi reynst vel eftir viðgerðina og hafi til að mynda siglt í erfiðu sjólagi í gær, sunnudag, til Þorlákshafnar í óveðri. 

Norska skipið Bodø sem hefur leyst Herjólf af meðan á viðgerðum stóð verður siglt til Noregs á næstu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert