Íbúar beðnir að moka frá tunnum

Vandasamt getur verið að komast að tunnunum í tíðarfari sem …
Vandasamt getur verið að komast að tunnunum í tíðarfari sem þessu og eru borgarbúar því beðnir um að kanna aðstæður. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Reykjavíkurborg biður borgarbúa að moka frá ruslatunnum sínum þar sem öll hirða sé mjög þung þessa dagana, að því er fram kemur á vef borgarinnar.  

Vandasamt getur verið að komast að tunnunum í tíðarfari sem þessu, en stundum eru sorpgeymslur í kjöllurum og inni í görðum.

Eru borgarbúar því beðnir um að kanna aðstæður og fylgjast með losun samkvæmt sorphirðudagatali.

„Við erum í Vesturbæ að hreinsa gráu tunnuna eða heimilissorpið og síðan austan Snorrabrautar að hreinsa grænu og bláu fyrir pappír og plast,“ er haft eftir Sigríði Ólafsdóttur, rekstrarstjóra sorphirðu. Á morgun verða þau í miðbænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert