Innviðir ferðamannastaða bættir

Gullfoss í Hvítá.
Gullfoss í Hvítá. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í nýrri landsáætlun er gert ráð fyrir að um tveimur milljörðum króna verði varið til uppbyggingar á innviðum á ferðamannastöðum næstu þrjú árin.

660 milljónum yrði því varið ár hvert til ársins 2020 en auk þess hafa 100 milljónir verið eyrnamerktar uppbyggingu við Dynjanda og Geysi.

Sérstök áhersla er lögð á að efla landvörslu en um 300 milljónir króna eru eyrnamerktar í það til viðbótar við landvörslu á vegum stofnana ríkisins. Ætlunin samkvæmt verkefnaáætlun er að „bæta stýringu umferðar ferðamanna innan svæða, auka öryggi ferðamanna og bæta upplýsingagjöf til þeirra,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »