Lögreglan boðar til blaðamannafundar

Fundurinn verður haldinn klukkan 17:15 í dag.
Fundurinn verður haldinn klukkan 17:15 í dag. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17:15 í dag þar sem kynna á niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því sem kann að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns,sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur og sem stuðningsfulltrúi, gegn dreng sem var á aldr­in­um 8 til 14 þegar meint brot voru fram­in.

Tilkynnt var um málið til lögreglu í sumarlok, en ekki var hins veg­ar brugðist við kær­unni fyrr en í des­em­ber síðastliðnum, fimm mánuðum eft­ir að kær­an var lögð fram. Á meðan starfaði maður­inn á skamm­tíma­heim­ili fyr­ir ung­linga í Breiðholti, líkt og hann hafði gert frá ár­inu 2010.

Þann 19. janú­ar síðastliðinn var maður­inn loks hand­tek­inn og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald, og hef­ur það verið fram­lengt í tvígang.

Níu ein­stak­ling­ar hafa nú stöðu brotaþola í mál­um tengd­um mann­in­um, en meint brot hans áttu sér stað frá alda­mót­um og til árs­ins 2010.

Skömmu eftir að rannsókn málsins hófst voru skipaðir tveir hóp­ar hjá embætt­inu til að sinna innri rannsókn undir stjórn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns og tengslafulltrúa Íslands hjá Europol.

Frétt mbl.is: Innri rannsókn lögreglu gengur vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert