Mýtan um þriðja mánudag ársins

Sumir þurfa að moka sig út úr snjósköflum á hverjum …
Sumir þurfa að moka sig út úr snjósköflum á hverjum degi, mánudaga sem aðra daga vikunnar. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Ömurlegasti og mest niðurdrepandi dagur ársins er af mörgum talinn vera þriðji mánudagurinn í janúar, sem í ár bar upp á hinn 29. þess mánaðar. Ef rétt reynist er hann til allrar hamingju um garð genginn í þetta sinnið.

Enskumælandi kalla þennan meinta hörmungardag Blue Monday, eða bláan mánudag, en þeir lýsa líka líðan sinni sem „feeling blue“ þegar þeir eru eitthvað niðurdregnir. Íslendingar tengja bláa litinn almennt ekki við depurð og leiðindi, en hafa frá ómunatíð talað um mánudag til mæðu. Og raunar þriðjudag til þrautar og miðvikudag til moldar, sem hljómar ekkert meira upplífgandi. Öðru máli gegnir um sunnudag til sólar, fimmtudag til fjár, föstudag til frægðar og laugardag til lukku, en það ku vita á gott að fæðast á slíkum dögum.

Fólk virðist stundum vera alveg í essinu sínu þegar það kvartar hvað í kapp við annað yfir óbærilega leiðinlegum mánudögum. Og ekki bara þeim þriðja í janúar og mánudögunum núna í myrkasta skammdeginu, heldur öllum mánudögum ársins, alla daga ársins.

Sjá grein um þriðja mánudag ársins í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert