Öflugir jeppar til mestra vandræða

Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina.
Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina. mbl.is/Hari

„Ef Íslendingar geta ekki móttekið þau skilaboð að heiðar séu ófærar og lokaðar hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að allir ferðamenn sem hingað koma geri það?“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri hjá Landsbjörg, spurður hvort upplýsingar um veður og færð skili sér til erlendra ferðamanna.

Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum um helgina við að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í óveðrinu sem gekk yfir landið. Hann segir að í hópnum sem hafi þurft að koma til bjargar hafi verið heimamenn og ferðamenn nokkuð til jafns. Munurinn felist hins vegar í því að flestir ferðamenn eru á minni bílum. 

„En það sem við höfum átt í mestum vandræðum með undanfarið eru Íslendingar á öflugum jeppum,“ segir Guðbrandur. Björgunarsveitarmenn sjá um að standa vörð við vegatálma þegar Vegagerðin ákveður að loka vegum vegna veðurs og eiga því í samskiptum við ökumenn. 

Dæmi eru um að íslenskir jeppamenn séu afar ósáttir við að fá ekki að fara um vegina þegar þeim hefur verið lokað. Guðbrandur segir að vissulega gætu sumir þeirra komist í gegnum snjóinn en málið snúist ekki um það. 

„Það er auðvelt að komast yfir heiðar á mjög öflugum jeppum en þær aðstæður koma upp að þar sem er verið að hreinsa vegi þarf öryggis vegna að stoppa alfarið umferð. Það er það sem menn eiga sumir hverjir erfitt með að skilja.“ Þannig að þó að öflugur jeppi sé á ferð geti hann hægt á snjóruðningstækjum sem eru að störfum.

Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar.
Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Þá getur lífi björgunarsveitarmanna einnig verið stefnt í hættu er bílar fara fram hjá lokunum. „Oft erum við í verkefnum á heiðavegum þegar þeir eru lokaðir og leggjum þá bílum okkar þversum með blikkandi blá ljós. Þannig að þetta snýst mjög mikið um okkar öryggi. Það er ábyrgðarleysi að fara fram hjá þessum lokunum.“

Eins og skyggnið var um helgina hefði hætta geta skapast af þessum sökum. Í lok síðasta árs hafi t.d. rúta ekið á snjóruðningstæki í blindbyl. „Það sem veldur mestri hættu eru Íslendingar á öflugum fjallajeppum sem eru að koma í flasið á okkur uppi á heiðum.“

Ferðamenn aðeins hluti af vandanum

Guðbrandur segist því ekki líta á erlenda ferðamenn sem stórt vandamál í þessu samhengi. Vissulega hafi þeim fjölgað og verkefnum þeim tengdum, sérstaklega þeim sem eru á vanbúnum bílaleigubílum hafi fjölgað samhliða. Það er hins vegar aðeins hluti af vandanum. Hann segir að á síðunni safetravel.is geti ferðamenn nálgast upplýsingar um færð og veður og séu almennt duglegir við að afla sér þeirra, þó að vissulega megi alltaf gera betur. „Við náum vel til ferðamanna. Og mín reynsla er sú að ferðamenn hlýða lokunum. Ég get alveg skilið sjónarmið þeirra sem eru á stórum jeppum en þetta snýst um hagsmuni heildarinnar ekki að einhverjir fáir komist leiðar sinnar.“

Vegagerðin tekur ákvarðanir um lokanir en björgunarsveitarmenn Landsbjargar sjá um að framfylgja þeim. Hann segir starfsmenn Landsbjargar enga heimild hafa til þess að hleypa sumum í gegn en öðrum ekki. „Og við viljum frekar sinna lokunum á lágmarksmannskap heldur en að vera með mörg hundruð manns í verkefnum [vegna fastra bíla]. Tíma sjálfboðaliðans er illa varið ef hann þarf að fara á eftir einhverjum sem kann ekki að taka tillit til annarra.“

Guðbrandur segir að upplýsingagjöf til ferðamanna sé í góðum farvegi og bendir á að Landsbjörg hafi haft frumkvæði í því að efla hana. Þegar veður séu válynd séu upplýsingar sendar á yfir 3.000 aðila í ferðaþjónustu. „Þeir eru að svara því vel og koma þeim skilaboðum áleiðis til sinna kúnna. Ferðamenn eiga því ekki að vera verr upplýstir en einhverjir aðrir.“

mbl.is

Innlent »

Verði þrjár annir í stað tveggja nú

13:40 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ brautskráði alls 103 nemendur frá skólanum við hátíðlega athöfn í gær. Tilkynnti Kristinn Þorsteinsson skólameistari við athöfnina að frá og með hausti 2019 yrði nám við FG þrjár annir, en ekki tvær eins og nú er. Meira »

Lafhræddur í rallýbíl - myndband

12:56 „Ég hef aldrei á ævinni orðið jafn hræddur,“ viðurkenndi Ásgeir Páll eftir að hafa fengið að sitja í rallýbíl með Rúnari Ólafssyni ökumanni í miðri tímatöku á sérleið á Íslandsmeistaramótinu í Rallýakstri sem hófst nú um helgina. Meira »

Kjörsókn misjöfn milli svæða

12:36 Kjörsókn virðist hafa farið hægar af stað sums staðar en í síðustu sveitarstjórnarkosningum, en hækkað í öðrum sveitarfélögum. Meira »

136 útskrifast úr FB

12:32 136 nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Af þeim voru 74 að útskrifast með stúdentspróf. 22 til viðbótar útskrifuðust sem rafvirkjar, 20 húsasmiðir, 10 snyrtifræðingar og 9 sjúkraliðar og 5 af starfsbraut. Meira »

40 ár í kjördeild

12:20 Kjörsókn virtist með rólegra móti í morgunsárið á Selfossi, það var einkum eldra fólk sem vant er að mæta snemma á kjörstað, sem þangað var komið fyrr í morgun. Erlendur Daníelsson, bókaútgefandi og fyrrverandi lögreglumaður, hefur undanfarin fjörutíu ár starfað í kjördeildinni á kjördag. Meira »

Oddvitar á Akureyri búnir að kjósa

12:16 Oddvitar allra framboðanna á Akureyri kusu fyrir hádegi. Heldur rólegt var í morgun á kjörstað, í húsnæði Verkmenntaskólans. Hvergi hafa enn myndast raðir og allt gekk því greiðlega. Meira »

Hafa fundið fyrir miklum meðbyr

12:02 „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Það er búið að vera mikið stuð í skoðanakönnunum og nú er stóra stundin runnin upp,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Árbæjarskóla. Meira »

Vantraustsyfirlýsingin stendur óhögguð

12:01 Vantraustsyfirlýsing VR í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, stendur, en stjórnarmönnum VR er frjálst að hafa sínar skoðanir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér í dag. Meira »

Ánægð með fylgisaukningu

11:39 „Ég er mjög spennt og líst vel á, við höfum verið að tvöfalda fylgi okkar í könnunum,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sem greiddi atkvæði í Árbæjarskóla í Reykjavík klukkan ellefu í dag. Meira »

Tvær athugasemdir vegna kjörskrár

11:29 Eftir vindasama nótt í Árneshreppi á Ströndum er kjörfundur hafinn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Veðrið hefur gengið niður en engin lognmolla er í kringum kosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Enn hefur dregið til tíðinda í morgun. Meira »

Fall meirihlutans kæmi ekki á óvart

11:27 „Það mikið svigrúm vegna þess hve margir eru óákveðnir og ósk mín eru sú að kjörsókn verði mikil í dag,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hlíðarskóla um ellefuleytið. Meira »

Var látinn borga fyrir umferðaskilti

11:15 Erlendur ferðamaður sem var að fara í gegnum vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni reyndist vera með íslenskt umferðarskilti í fórum sínum. Um var að ræða skilti sem gaf til kynna að bifreiðastöður væru bannaðar. Meira »

Setja 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit í sölu

11:15 Fasteignafélagið Blómaþing hefur sett í sölu 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit. Með því eru nær allar íbúðir á reitnum komnar í sölu. Söluverðmæti nýju íbúðanna er vel á annan milljarð króna. Meira »

Hvetur alla á kjörstað

11:03 „Það stefnir í spennandi kosningar“, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Hann greiddi atkvæði í ráðhúsinu um hálf ellefu í dag. Meira »

Vongóð þrátt fyrir fylgistap

10:46 „Ég er bjartsýn. Skoðanakannanir hafa verið misvísandi sem segir mér að margir séu óákveðnir,“ sagði Líf Magneudóttir í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hagaskóla. Meira »

Kosið á vaktinni

10:44 Lögreglumennirnir Jón Arnar Sigurþórsson og Guðrún Hildur Hauksdóttir voru á vaktinni í Borgarnesi og komu í Hjálmaklett til að greiða atkvæði sín. Kjörsókn hefur farið rólega af stað í Borgarnesi, enda veðrið ekki til að reka á eftir fólki að koma sér á kjörstað. Meira »

Oddvitinn segist hafa kosið Framsókn

10:39 „Ég kaus Framsóknarflokkinn,“ segir Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og hlær þegar mbl.is spurði hann hvernig hann metur á stöðuna, en hann greiddi atkvæði í Breiðagerðisskóla klukkan tíu í morgun. Meira »

Sterk undiralda sem vill breytingar

10:21 „Sú undiralda sem við höfum fundið er sterk. Fólk vill breytingar í borginni,“ sagði Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is, sem greiddi atkvæði um tíuleytið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

Sanna Magdalena segist bjartsýn

09:51 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan hálf tíu í morgun. Hún sagðist mjög bjartsýn um möguleika flokksins að ná kjöri inn í borgarstjórn. Meira »