Öflugir jeppar til mestra vandræða

Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina.
Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina. mbl.is/Hari

„Ef Íslendingar geta ekki móttekið þau skilaboð að heiðar séu ófærar og lokaðar hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að allir ferðamenn sem hingað koma geri það?“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri hjá Landsbjörg, spurður hvort upplýsingar um veður og færð skili sér til erlendra ferðamanna.

Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum um helgina við að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í óveðrinu sem gekk yfir landið. Hann segir að í hópnum sem hafi þurft að koma til bjargar hafi verið heimamenn og ferðamenn nokkuð til jafns. Munurinn felist hins vegar í því að flestir ferðamenn eru á minni bílum. 

„En það sem við höfum átt í mestum vandræðum með undanfarið eru Íslendingar á öflugum jeppum,“ segir Guðbrandur. Björgunarsveitarmenn sjá um að standa vörð við vegatálma þegar Vegagerðin ákveður að loka vegum vegna veðurs og eiga því í samskiptum við ökumenn. 

Dæmi eru um að íslenskir jeppamenn séu afar ósáttir við að fá ekki að fara um vegina þegar þeim hefur verið lokað. Guðbrandur segir að vissulega gætu sumir þeirra komist í gegnum snjóinn en málið snúist ekki um það. 

„Það er auðvelt að komast yfir heiðar á mjög öflugum jeppum en þær aðstæður koma upp að þar sem er verið að hreinsa vegi þarf öryggis vegna að stoppa alfarið umferð. Það er það sem menn eiga sumir hverjir erfitt með að skilja.“ Þannig að þó að öflugur jeppi sé á ferð geti hann hægt á snjóruðningstækjum sem eru að störfum.

Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar.
Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Þá getur lífi björgunarsveitarmanna einnig verið stefnt í hættu er bílar fara fram hjá lokunum. „Oft erum við í verkefnum á heiðavegum þegar þeir eru lokaðir og leggjum þá bílum okkar þversum með blikkandi blá ljós. Þannig að þetta snýst mjög mikið um okkar öryggi. Það er ábyrgðarleysi að fara fram hjá þessum lokunum.“

Eins og skyggnið var um helgina hefði hætta geta skapast af þessum sökum. Í lok síðasta árs hafi t.d. rúta ekið á snjóruðningstæki í blindbyl. „Það sem veldur mestri hættu eru Íslendingar á öflugum fjallajeppum sem eru að koma í flasið á okkur uppi á heiðum.“

Ferðamenn aðeins hluti af vandanum

Guðbrandur segist því ekki líta á erlenda ferðamenn sem stórt vandamál í þessu samhengi. Vissulega hafi þeim fjölgað og verkefnum þeim tengdum, sérstaklega þeim sem eru á vanbúnum bílaleigubílum hafi fjölgað samhliða. Það er hins vegar aðeins hluti af vandanum. Hann segir að á síðunni safetravel.is geti ferðamenn nálgast upplýsingar um færð og veður og séu almennt duglegir við að afla sér þeirra, þó að vissulega megi alltaf gera betur. „Við náum vel til ferðamanna. Og mín reynsla er sú að ferðamenn hlýða lokunum. Ég get alveg skilið sjónarmið þeirra sem eru á stórum jeppum en þetta snýst um hagsmuni heildarinnar ekki að einhverjir fáir komist leiðar sinnar.“

Vegagerðin tekur ákvarðanir um lokanir en björgunarsveitarmenn Landsbjargar sjá um að framfylgja þeim. Hann segir starfsmenn Landsbjargar enga heimild hafa til þess að hleypa sumum í gegn en öðrum ekki. „Og við viljum frekar sinna lokunum á lágmarksmannskap heldur en að vera með mörg hundruð manns í verkefnum [vegna fastra bíla]. Tíma sjálfboðaliðans er illa varið ef hann þarf að fara á eftir einhverjum sem kann ekki að taka tillit til annarra.“

Guðbrandur segir að upplýsingagjöf til ferðamanna sé í góðum farvegi og bendir á að Landsbjörg hafi haft frumkvæði í því að efla hana. Þegar veður séu válynd séu upplýsingar sendar á yfir 3.000 aðila í ferðaþjónustu. „Þeir eru að svara því vel og koma þeim skilaboðum áleiðis til sinna kúnna. Ferðamenn eiga því ekki að vera verr upplýstir en einhverjir aðrir.“

mbl.is

Innlent »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er Kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
HYUNDAI ix35, 2010
Nýskr. 12/2010, ekinn 99 þ.km, bensín, sjálfsk. 6 gíra, 4x4, góð heilsársdekk, s...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...