Öflugir jeppar til mestra vandræða

Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina.
Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina. mbl.is/Hari

„Ef Íslendingar geta ekki móttekið þau skilaboð að heiðar séu ófærar og lokaðar hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að allir ferðamenn sem hingað koma geri það?“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri hjá Landsbjörg, spurður hvort upplýsingar um veður og færð skili sér til erlendra ferðamanna.

Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum um helgina við að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í óveðrinu sem gekk yfir landið. Hann segir að í hópnum sem hafi þurft að koma til bjargar hafi verið heimamenn og ferðamenn nokkuð til jafns. Munurinn felist hins vegar í því að flestir ferðamenn eru á minni bílum. 

„En það sem við höfum átt í mestum vandræðum með undanfarið eru Íslendingar á öflugum jeppum,“ segir Guðbrandur. Björgunarsveitarmenn sjá um að standa vörð við vegatálma þegar Vegagerðin ákveður að loka vegum vegna veðurs og eiga því í samskiptum við ökumenn. 

Dæmi eru um að íslenskir jeppamenn séu afar ósáttir við að fá ekki að fara um vegina þegar þeim hefur verið lokað. Guðbrandur segir að vissulega gætu sumir þeirra komist í gegnum snjóinn en málið snúist ekki um það. 

„Það er auðvelt að komast yfir heiðar á mjög öflugum jeppum en þær aðstæður koma upp að þar sem er verið að hreinsa vegi þarf öryggis vegna að stoppa alfarið umferð. Það er það sem menn eiga sumir hverjir erfitt með að skilja.“ Þannig að þó að öflugur jeppi sé á ferð geti hann hægt á snjóruðningstækjum sem eru að störfum.

Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar.
Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Þá getur lífi björgunarsveitarmanna einnig verið stefnt í hættu er bílar fara fram hjá lokunum. „Oft erum við í verkefnum á heiðavegum þegar þeir eru lokaðir og leggjum þá bílum okkar þversum með blikkandi blá ljós. Þannig að þetta snýst mjög mikið um okkar öryggi. Það er ábyrgðarleysi að fara fram hjá þessum lokunum.“

Eins og skyggnið var um helgina hefði hætta geta skapast af þessum sökum. Í lok síðasta árs hafi t.d. rúta ekið á snjóruðningstæki í blindbyl. „Það sem veldur mestri hættu eru Íslendingar á öflugum fjallajeppum sem eru að koma í flasið á okkur uppi á heiðum.“

Ferðamenn aðeins hluti af vandanum

Guðbrandur segist því ekki líta á erlenda ferðamenn sem stórt vandamál í þessu samhengi. Vissulega hafi þeim fjölgað og verkefnum þeim tengdum, sérstaklega þeim sem eru á vanbúnum bílaleigubílum hafi fjölgað samhliða. Það er hins vegar aðeins hluti af vandanum. Hann segir að á síðunni safetravel.is geti ferðamenn nálgast upplýsingar um færð og veður og séu almennt duglegir við að afla sér þeirra, þó að vissulega megi alltaf gera betur. „Við náum vel til ferðamanna. Og mín reynsla er sú að ferðamenn hlýða lokunum. Ég get alveg skilið sjónarmið þeirra sem eru á stórum jeppum en þetta snýst um hagsmuni heildarinnar ekki að einhverjir fáir komist leiðar sinnar.“

Vegagerðin tekur ákvarðanir um lokanir en björgunarsveitarmenn Landsbjargar sjá um að framfylgja þeim. Hann segir starfsmenn Landsbjargar enga heimild hafa til þess að hleypa sumum í gegn en öðrum ekki. „Og við viljum frekar sinna lokunum á lágmarksmannskap heldur en að vera með mörg hundruð manns í verkefnum [vegna fastra bíla]. Tíma sjálfboðaliðans er illa varið ef hann þarf að fara á eftir einhverjum sem kann ekki að taka tillit til annarra.“

Guðbrandur segir að upplýsingagjöf til ferðamanna sé í góðum farvegi og bendir á að Landsbjörg hafi haft frumkvæði í því að efla hana. Þegar veður séu válynd séu upplýsingar sendar á yfir 3.000 aðila í ferðaþjónustu. „Þeir eru að svara því vel og koma þeim skilaboðum áleiðis til sinna kúnna. Ferðamenn eiga því ekki að vera verr upplýstir en einhverjir aðrir.“

mbl.is

Innlent »

Brugðist við lyfjaskorti

14:01 Lyfjastofnun hefur gripið til aðgerða til þess að bregðast við lyfjaskorti og er markmið þeirra að bæta yfirsýn stofnunarinnar og auðvelda henni að grípa til ráðstafana þegar nauðsyn krefur. Meira »

Mótmæla að grafarró verði raskað

13:45 Á sunnudaginn verður gjörningur í Víkurgarði í miðborg Reykjavíkur frá klukkan 14:00 til 16:00 til að mótmæla því að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel. Meira »

Krónan fylgir ekki lengur sjávarútvegi

12:59 Það kom mörgum á óvart að krónan skyldi ekki veikjast þegar sjómenn fóru í verkfall á síðasta ári, en gjaldeyristekjur streyma núna inn úr fleiri áttum, s.s. í gegnum ferðaþjónustu. Meira »

Vélar WOW og Southwest rákust saman

12:33 Bandarísk flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað á alþjóðaflugvellinum í St. Louis í gær þegar flugvélar WOW air og Southwest Airlines rákust saman. Meira »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

11:39 Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur

11:36 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Í skýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um 115 milljónir á ári. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

11:08 Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Frekar verkfall en 4% launahækkun

10:26 „Það er alveg ljóst að í þeim kjaraviðræðum sem fram undan eru mun íslenskt verkafólk fremur velja harða kjarabaráttu og jafnvel vinnustöðvanir en að þiggja að hámarki 4% launahækkun í þriggja ára samningi,“ segir í tilkynningu frá Framsýn, stéttarfélagi Þingeyinga. Meira »

Innbrot enn til rannsóknar

10:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

10:21 Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

10:15 Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára. Meira »

Ók af ásetningi á aðra bifreið

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

55,7 milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...