Öflugir jeppar til mestra vandræða

Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina.
Björgunarsveitarmenn að störfum við lokun Vesturlandsvegar um helgina. mbl.is/Hari

„Ef Íslendingar geta ekki móttekið þau skilaboð að heiðar séu ófærar og lokaðar hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að allir ferðamenn sem hingað koma geri það?“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri hjá Landsbjörg, spurður hvort upplýsingar um veður og færð skili sér til erlendra ferðamanna.

Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum um helgina við að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í óveðrinu sem gekk yfir landið. Hann segir að í hópnum sem hafi þurft að koma til bjargar hafi verið heimamenn og ferðamenn nokkuð til jafns. Munurinn felist hins vegar í því að flestir ferðamenn eru á minni bílum. 

„En það sem við höfum átt í mestum vandræðum með undanfarið eru Íslendingar á öflugum jeppum,“ segir Guðbrandur. Björgunarsveitarmenn sjá um að standa vörð við vegatálma þegar Vegagerðin ákveður að loka vegum vegna veðurs og eiga því í samskiptum við ökumenn. 

Dæmi eru um að íslenskir jeppamenn séu afar ósáttir við að fá ekki að fara um vegina þegar þeim hefur verið lokað. Guðbrandur segir að vissulega gætu sumir þeirra komist í gegnum snjóinn en málið snúist ekki um það. 

„Það er auðvelt að komast yfir heiðar á mjög öflugum jeppum en þær aðstæður koma upp að þar sem er verið að hreinsa vegi þarf öryggis vegna að stoppa alfarið umferð. Það er það sem menn eiga sumir hverjir erfitt með að skilja.“ Þannig að þó að öflugur jeppi sé á ferð geti hann hægt á snjóruðningstækjum sem eru að störfum.

Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar.
Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Þá getur lífi björgunarsveitarmanna einnig verið stefnt í hættu er bílar fara fram hjá lokunum. „Oft erum við í verkefnum á heiðavegum þegar þeir eru lokaðir og leggjum þá bílum okkar þversum með blikkandi blá ljós. Þannig að þetta snýst mjög mikið um okkar öryggi. Það er ábyrgðarleysi að fara fram hjá þessum lokunum.“

Eins og skyggnið var um helgina hefði hætta geta skapast af þessum sökum. Í lok síðasta árs hafi t.d. rúta ekið á snjóruðningstæki í blindbyl. „Það sem veldur mestri hættu eru Íslendingar á öflugum fjallajeppum sem eru að koma í flasið á okkur uppi á heiðum.“

Ferðamenn aðeins hluti af vandanum

Guðbrandur segist því ekki líta á erlenda ferðamenn sem stórt vandamál í þessu samhengi. Vissulega hafi þeim fjölgað og verkefnum þeim tengdum, sérstaklega þeim sem eru á vanbúnum bílaleigubílum hafi fjölgað samhliða. Það er hins vegar aðeins hluti af vandanum. Hann segir að á síðunni safetravel.is geti ferðamenn nálgast upplýsingar um færð og veður og séu almennt duglegir við að afla sér þeirra, þó að vissulega megi alltaf gera betur. „Við náum vel til ferðamanna. Og mín reynsla er sú að ferðamenn hlýða lokunum. Ég get alveg skilið sjónarmið þeirra sem eru á stórum jeppum en þetta snýst um hagsmuni heildarinnar ekki að einhverjir fáir komist leiðar sinnar.“

Vegagerðin tekur ákvarðanir um lokanir en björgunarsveitarmenn Landsbjargar sjá um að framfylgja þeim. Hann segir starfsmenn Landsbjargar enga heimild hafa til þess að hleypa sumum í gegn en öðrum ekki. „Og við viljum frekar sinna lokunum á lágmarksmannskap heldur en að vera með mörg hundruð manns í verkefnum [vegna fastra bíla]. Tíma sjálfboðaliðans er illa varið ef hann þarf að fara á eftir einhverjum sem kann ekki að taka tillit til annarra.“

Guðbrandur segir að upplýsingagjöf til ferðamanna sé í góðum farvegi og bendir á að Landsbjörg hafi haft frumkvæði í því að efla hana. Þegar veður séu válynd séu upplýsingar sendar á yfir 3.000 aðila í ferðaþjónustu. „Þeir eru að svara því vel og koma þeim skilaboðum áleiðis til sinna kúnna. Ferðamenn eiga því ekki að vera verr upplýstir en einhverjir aðrir.“

mbl.is

Innlent »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

21:21 Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Stuðningsfulltrúinn snýr ekki aftur

20:43 Stuðningsfulltrúinn fyrrverandi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kynferðisofbeldi er hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, fær ekki að snúa aftur í starfið. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Funduðu um stöðu íslenskra flugfélaga

20:18 Forsætisráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherra, samgönguráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála vegna stöðu íslensku flugfélaganna. Ráðherrarnir ræddu skýrslu starfshóps sem kannar kerfislæg mikilvæg fyrirtæki. Flugfélögin hafa ekki óskað eftir aðstoð frá ríkinu. Meira »

Ekkert kynslóðabil í sveitinni

20:00 Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur lokatónleika sumarsins þar sem ævintýrið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi. Meira »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »

„Fréttin strax orðin gömul“

13:14 „Makríllinn er sprettharður fiskur og það getur verið mikil fart á honum. Í túrnum eltum við hann í yfir 100 mílur á einungis tveimur sólarhringum. Hann fer svo hratt yfir að þegar fréttist af makríl einhvers staðar er fréttin strax orðin gömul því það er engin vissa fyrir því að finna makríl þegar komið er á staðinn.“ Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Óska ertir Kartell- borðlampa.
Vill kaupa Kartell- borðlampa, með skermi sem gerður er úr mörgum mislitum smág...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...