Sökk í höfninni

Saga SU 606 sokkinn og því tómlegt við bryggjuna á …
Saga SU 606 sokkinn og því tómlegt við bryggjuna á Breiðdalsvík. Ljósmynd/Hrafnkell Hannesson

Eikarbáturinn Saga SU 606 sökk við bryggju á Breiðdalsvík um þrjúleytið í fyrrinótt. Talið er að báturinn hafi verið mannlaus en hann er gerður út á sumrin í ferðaþjónustu.

Saga er 21 brúttótonn og var smíðuð árið 1979 á Fáskrúðsfirði sem fiskibátur. Hún hefur verið í eigu Hótels Bláfells á Breiðdalsvík frá árinu 2013.

„Við vitum ekkert hvað gerðist. Vinnan í dag fór í að bjarga lausamunum sem flutu upp í höfninni. Þetta er tuga milljóna tjón, við erum búin að bóka ferðir næstu fimm ár, en við gerum Sögu út í skemmtiferðir í tengslum við hótelreksturinn frá maí til september,“ að sögn eiganda hótelsins, Friðriks Árnasonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert