Umferð að færast í eðlilegt horf

Búið er að ryðja flesta vegi og opna fyrir umferð, …
Búið er að ryðja flesta vegi og opna fyrir umferð, sem er að komast í eðlilegt horf. mbl.is/​Hari

Búið er að ryðja flesta vegi og opna fyrir umferð  að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar og er færðin smátt og smátt að komast í eðlilegt horf.

Búið er að opna á umferð um Holtavörðuheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, en  lokað hafði verið á umferð þar frá því í gær. Þá var opnað á umferð um Hellisheiði og Þrengslin fyrr í morgun.

Brattabrekka, Fróðárheiði og Súðavíkurhlíð eru hins vegar enn lokaðar.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka á flestum leiðum. Víða er þá ófært eða þæfingur á útvegum á Suðurlandi.

Búið að opna Hellisheiði og Þrengslin

Á Vesturlandi er snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum og mokstur stendur yfir. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellna.

Á Vestfjörðum eru flestir vegir enn ófærir en mokstur stendur yfir. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, hálka er á Flateyrarvegi og til Suðureyrar.

Þæfingur er á Norðurlandi vestra og á Öxnadalsheiði annars er hálka og eitthvað um éljagang um norðanvert landið.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert