Verður fegin þegar þetta klárast

Bolla, bolla.
Bolla, bolla. mbl.is/Hari

„Það er allt búið að vera brjálað,“ segir Ásdís Karen Waltersdóttir, starfsmaður í Bakarameistaranum Suðurveri þegar blaðamaður heyrir í henni hljóðið um kaffileytið. Fólk hefur streymt í bakaríið í allan til að krækja í bollur á bolludaginn.

Hún segir að einhverjar tegundir séu búnar, til að mynda hefðbundnar vatnsdeigsbollur. „Þær eru vinsælastar en þá ertu með vatnsdeigsbollu með rjóma og súkkulaði eða karamellulok. Auk þeirra eru vínarbrauðsdeigsbollur sem heita vínarveislur mjög vinsælar í ár,“ segir Ásdís.

Það er búið að vera nóg að gera í Bakarameistaranum …
Það er búið að vera nóg að gera í Bakarameistaranum í dag. mbl.is/Hari

Erfitt er að bera ásóknina í ár saman við bolluáhugann í fyrra en Ásdísi finnst þó eins og fleiri hafi komið í dag.

Hún hlær og viðurkennir að starfsfólk hlakki til þegar bolludeginum ljúki. „Við mættum flest klukkan ellefu í gærkvöldi. Ég veit ekki einu sinni hvað klukkan er en þetta fer að klárast og við verðum fegin!

Þessar eru girnilegar.
Þessar eru girnilegar. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert