Helgi Hrafn hefur tekið afgerandi forystu

Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þessa vikuna standa yfir kjördæmadagar á Alþingi og því verða engir þingfundir haldnir. Það getur reynst snúið fyrir alþingismenn að hitta kjósendur sína að þessu sinni vegna illviðra og ófærðar um allt land.

Fyrsti þriðjungur 148. löggjafarþingsins er nú að baki og því ástæða til að skoða hverjir hafa látið mest til sín taka í ræðustól Alþingis.

Þegar ræðulistinn er skoðaður sést að Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tekið afgerandi forystu. Helgi hefur flutt 153 ræður og athugasemdir og talað í samtals 450 mínútur, eða sjö og hálfa klukkustund. Næstur á eftir Helga kemur annar Pírati, Björn Leví Gunnarsson, sem hefur talað í 387 mínútur eða rúmar sex klukkustundir. Þorsteinn Víglundsson (Viðreisn) hefur talað í 354 mínútur og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra (Sjálfstæðisflokkur) hefur talað í 320 mínútur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert