Jarðskjálftahrina í nágrenni Selfoss

Stærsti skjálftinn mældist 2,1 og fannst hann á Selfossi.
Stærsti skjálftinn mældist 2,1 og fannst hann á Selfossi. Kort/Veðurstofan

Jarðskjálftahrina varð í morgun austnorðaustur af Selfossi. Hrinan hófst rétt fyrir klukkan átta í morgun og var 2,8 að stærð og fannst sjá skjálfti á Selfossi.

Stærsti jarðskjálftinn varð kl. 08.10, 2,8 að stærð, en nokkrum mínútum áður hafði verið skjálfti sem mældist 2,1. Flestir skjálftarnir voru hins vegar undir 0,6 að stærð.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að nokkrir smáskjálftar hafi haldið áfram að mælast í jarðskjálftakerfinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert