Kærir deiliskipulag Landssímareits

Hugmynd að útliti Landsímareitsins með nýbyggingum.
Hugmynd að útliti Landsímareitsins með nýbyggingum.

Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur ákveðið að kæra nýtt deiliskipulag Landssímareits í miðborg Reykjavíkur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Sóknarnefndin telur fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir við hótel í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga, ólöglegar. Þá kærir sóknarnefndin einnig áform um að inngangur í hótelið verði um þann hluta kirkjugarðsins sem nú gengur almennt undir heitinu Fógetagarður.

Samkvæmt 6. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skal nefndin kveða upp úrskurð eins fljótt og kostur er eftir að kæra berst og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn bárust frá stjórnvaldi, en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið. Kæran stöðvar ekki framkvæmdirnar en í ráði er að opna hótel á vegum Icelandair á reitnum á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert