Landverðir í eftirlit ef gerir hríðarbylji

Ferðafólk þyrptist til Þingvalla strax í gærmorgun enda höfðu margir …
Ferðafólk þyrptist til Þingvalla strax í gærmorgun enda höfðu margir verið veðurtepptir í borginni um helgina. Myndin er tekin á Kárastaðastíg efst í Almannagjá og höfðu starfsmenn þjóðgarðsins grafið í gegnum snjóskaflana, en ekkert var mokað um helgina. Ljósmynd/Torfi Stefán Jónsson

„Almennt hefur þetta gengið ágætlega í vetur þrátt fyrir ótrúlega aukningu í vetrarferðamennsku síðustu ár. Ef gerir hríðarbylji fara starfsmenn þjóðgarðsins út og ganga göngustígana til að tryggja að fólk fari sér ekki að voða, en hér í þjóðgarðinum er fólk í öllum veðrum.“

Þetta segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður um ástandið á Þingvöllum í leiðinlegu vetrarveðri undanfarið.

„Við erum vel á verði og höfum rutt óheyrilega miklum snjó og sandborið göngustíga nánast daglega. Landverðirnir eru meðvitaðir um veðurlag og aðstæður sem á ekki alltaf við um ferðamennina sem því miður eru á stundum vankunnandi og vanbúnir,“ segir Einar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Einar segir að í vetur hafi lokanir virkað vel, menn eigi ekki að vera hræddir við að loka sé veðurspáin þess eðlis. Jafnvel megi loka fyrr á leiðinni yfir Mosfellsheiðina í gegnum þjóðgarðinn og austur Lyngdalsheiði til Laugarvatns. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert