Litla Glasgow leynir á sér

Gunnlaugur klippir Hörð, afa sinn, og Ragnar fylgist með. Stofan …
Gunnlaugur klippir Hörð, afa sinn, og Ragnar fylgist með. Stofan verður 61 árs á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rakarastofa Ragnars og Harðar á Vesturgötu 48 í Reykjavík, Litla Glasgow, lætur lítið yfir sér en á sér nær 61 árs merka sögu og er í raun eins og lítið safn um liðna tíma.

Stofnandinn Hörður Þórarinsson hóf reksturinn 17. febrúar 1957 og er sestur í helgan stein en Ragnar Heiðar sonur hans, sem varð sextugur í liðinni viku, hefur staðið vaktina í 44 ár.

Stórhýsið og verslunin Glasgow var byggt neðst á Vesturgötu (5a) um 1862, var þá stærsta hús landsins og setti svip sinn á Grjótaþorpið en húsið brann til kaldra kola 1903.

Sjá viðtal við Ragnar Heiðar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert