Öryggismyndavélar í Garðabæ

Garðabær.
Garðabær. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Garðabær, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. undirrita á morgun samkomulag vegna kaupa, uppsetningar og reksturs öryggismyndavélakerfis í Garðabæ.

Kerfinu er „eingöngu ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar,“ að því er segir í samkomulaginu sem kynnt var í bæjarráði 30. janúar sl.

Garðabær mun kaupa öryggismyndavélarnar og sjá um uppsetningu þeirra. Þær verða vel merktar með viðvörunum um rafræna vöktun í samræmi við lög um persónuvernd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert