Beit lögreglumann í lærið

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa, í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, bitið lögreglumann í innanvert vinstra læri. Hlaut lögreglumaðurinn yfirborðsáverka vegna bitsins.

Málið var þingfest í dag og játaði maðurinn skýlaust brot sitt. Með hliðsjón af játningu hans og að hann hafi ekki gerst sekur áður um refsiverð brot þótti 30 daga skilorðsbundið fangelsi talið hæfileg refsing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert