Brotist inn á heimili Sunnu á Malaga

Sunna Elvira ásamt dóttur sinni.
Sunna Elvira ásamt dóttur sinni.

Brotist var inn á heimili Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur á Malaga fyrr í dag. Hún liggur á sjúkrahúsi þar í borg eftir að hafa fallið á milli hæða á heimilinu í síðasta mánuði og hlaut mænuskaða við fallið.

Greint var frá innbrotinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar kom enn fremur fram að Sunna og eiginmaður hennar hafi búið þar en séu búin að setja húsið á sölu.

Eiginmaður hennar var handtekinn skömmu eftir komuna til Íslands en hann er grunaður um aðild að fíkniefnamáli.

Fram kom í viðtali við Sunnu í Morgunblaðinu í gær að hún telji að það sé búið að margbrjóta á mannréttindum hennar en hún er í farbanni. 

For­eldr­ar Sunnu hafa þurft að sinna henni sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um ís­lenskra lækna þar sem nær ómögu­legt reyn­ist að fá upp­lýs­ing­ar frá lækn­um spít­al­ans um hvernig meðhöndla eigi meiðslin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert