Fara út af milli Hveragerðis og Selfoss

Hellisheiðin er lokuð og bílar hafa verið að fara út …
Hellisheiðin er lokuð og bílar hafa verið að fara út af veginum á milli Hveragerðis og Selfoss. mbl.is/Malín Brand

Bílar eru farnir að fara út af veginum á milli Hveragerðis og Selfoss. Blint og hvasst er á þessum slóðum og töluverð hálka að sögn lögreglunnar á Suðurlandi, sem hefur fengið nokkrar tilkynningar í morgun um bíla sem farið hafa út af á þessum slóðum.

Engin alvarleg slys hafa þó orðið til þessa.

Veginum yfir Hellisheiði var lokað í morgun og hvetur lögregla ökumenn til að vera ekki á ferðinni að ástæðulausu. „Það er hægt að fara Eyrarbakkaveginn og Þrengslin en það er bara slæmt veður þar líka,“ hefur mbl.is eftir lögreglumanni á vakt.

Þá hefur Vegagerðin lokað þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni vegna veðurs, en hviður allt að 50 m/s hafa mælst undir Eyjafjöllum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert