Fleiri vegum á Suðurlandi lokað

Mosfellsheiði er lokuð.
Mosfellsheiði er lokuð. mbl.is/Hari

Vegagerðin lokar fleiri vegum á landinu vegna veðurs. Bálhvasst er enn víða um land einkum á Suðurlandi en búist er við að veðrið gangi niður að mestu um hádegisbilið.  

Búið er að loka veginum frá Laugarvatni og að Gullfossi og milli Hveragerðis og Selfoss. Einnig er enn lokað á Hellisheiði, í Þrengslum, á Sandskeiði, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni er lokaður. 

Hafnarfjall, Holtavörðuheiði, Brattabrekka og Fróðárheiði eru lokaðar. Hólasandur er lokaður.

Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði er lokuð. 

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert