Kennarar ræddu um börn í borg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á ráðstefnunni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á ráðstefnunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öskudagsráðstefna fór fram í Silfurbergi í Hörpu í dag með þátttöku um 450 grunnskólakennara þar sem rætt var um fimm meginþætti nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar sem unnið hefur verið að undanfarið ár. Dagur B. Eggerstsson borgarstjóri setti ráðstefnuna. 

Þættirnir fimm eru læsi, félagsfærni, sköpun, sjálfsefling og heilbrigði. Yfirskrift ráðstefnunnar var Menntastefna fyrir börn í borg. Þá voru hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið grunnskólastarf afhent og einnig Minningarverðlaun Arthurs Morthens fyrir skólastarf án aðgreiningar. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert