Ösluðu skafla á öskudegi

Þessar voru í líki sælgætismola á Akureyri.
Þessar voru í líki sælgætismola á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ýmsar kynjaverur hafa öslað í gegnum skaflana norðan og sunnan heiða í dag í þeim eina tilgangi að syngja og sníkja sælgæti að launum. Flestar uppskáru þær erindi sem erfiði og fengu eitthvað gott í gogginn eða pokann sinn.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að í dag er öskudagurinn. Að venju hafa börn klæðst búningum og haldið út í veturinn. Í dag hefur verið skaplegt veður á höfuðborgarsvæðinu þó að víða um landið hafi geisað hríðarveður sem væntanlega hefur sett strik í reikning einhverra.

Hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir frá deginum í Reykjavík, Akureyri og á Húsavík.

Þú færð kraft úr kókómjólk, sagði eitt sinn í auglýsingu. …
Þú færð kraft úr kókómjólk, sagði eitt sinn í auglýsingu. Þessi stúlka ákvað að vera kókómjólkurferna á öskudeginum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ævintýri Harrys Potter og vina hans úr Hogwarts eru mörgum …
Ævintýri Harrys Potter og vina hans úr Hogwarts eru mörgum börnum innblástur. M.a. þessum pilti á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Ofurhetja, rappari og kúreki á Akureyri.
Ofurhetja, rappari og kúreki á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hlaðin sælgæti eftir velheppnaðan öskudag.
Hlaðin sælgæti eftir velheppnaðan öskudag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessir virtust á heimleið eftir að hafa sníkt nammi fyrir …
Þessir virtust á heimleið eftir að hafa sníkt nammi fyrir hádegi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mörg fyrirtæki voru gjafmild á sælgætið í dag.
Mörg fyrirtæki voru gjafmild á sælgætið í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krakkarnir sungu og fengu sælgæti að launum.
Krakkarnir sungu og fengu sælgæti að launum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krakkar á Húsavík sem áttu erfitt með að stilla sér …
Krakkar á Húsavík sem áttu erfitt með að stilla sér upp vegna veðurs. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Nemendur 1. bekkjar Borgarhólsskóla á ferðinni á Húsavík í fylgd …
Nemendur 1. bekkjar Borgarhólsskóla á ferðinni á Húsavík í fylgd með foreldrum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert