Ók á 12 ára og stoppaði ekki

mbl.is/Hjörtur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys á Suðurlandsbrautinni um fimmleytið í gær. Ekið hafði verið á 12 ára stúlku og hafði ökumaðurinn haldið ferð sinni áfram og ekki stoppað á slysstað.   

Ökumaðurinn hringdi síðar í lögreglu og sagðist þá ekki hafa getað stoppað vegna umferðarinnar. Fullyrti hann enn fremur að stúlkan hefði hoppað fyrir bifreiðina. 

Farið var með stúlkuna á slysadeild Landspítalans með áverka á höfði og fæti, en auk þess var hún talin vera úlnliðsbrotin.

Uppfært:

Móðir stúlkunnar hafði samband við mbl.is og greindi frá því að dóttir sín hafi verið að koma af frjálsíþróttaæfingu í Laugardalshöll þegar slysið varð. Hún hafi verið að missa af strætó og taldi sig hafa litið til beggja hliða áður en hún varð fyrir bílnum. Hún hafi því ekki hoppað fyrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert