Ók á kyrrstæðan björgunarsveitarbíl

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson

Fólksbíl var ekið framan á björgunarsveitarbíl á Hellisheiði á tíunda tímanum í morgun. Tveir voru í björgunarsveitarbílnum sem var kyrrstæður með blikkandi ljós til að loka veginum þegar fólksbílnum var ekið á talsverðri ferð á björgunarsveitarbílinn, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 

Einn ökumaður var í fólksbílnum og voru allir þrír fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Mjög lítið skyggni var á svæðinu þegar slysið varð. 

Á svipuðum tíma festust bílar í Þrengslunum sem voru þá enn opin. Upp frá því tekur Vegagerðin ákvörðun um að loka veginum fyrir umferð. Nokkrir bílar eru fastir í Þrengslunum en ekki er vitað hversu margir þeir eru. 

Fleiri lokanir á vegum vegna veðurs

Hellisheiðin, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni er lokaður.

Holtavörðuheiði, Brattabrekka og Fróðárheiði eru lokaðar. Hólasandur er lokaður. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar kl. 10:37.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert