Ragnheiður ráðin framkvæmdastjóri Íd

Ragnheiður Skúladóttir.
Ragnheiður Skúladóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ragnheiður Skúladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ragnheiður er vel kunnug menningarheiminum enda var hún deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ frá 2000 til 2011 og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá 2012 til 2015, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Árið 2008 stofnaði Ragnheiður, ásamt öðrum, sviðslistahátíðina LÓKAL þar sem hún er enn listrænn stjórnandi ásamt Bjarna Jónssyni.

„Það er mér mikil ánægja að halda áfram störfum fyrir Íd en þar hef ég gegnt stöðu framkvæmdastjóra í afleysingum undanfarið ár. Ég hef löngum sóst eftir því að starfa þar sem áræðni og frumsköpun er höfð að leiðarljósi og það er svo sannarlega raunin hjá Íslenska dansflokknum,“ segir Ragnheiður í tilkynningunni.

Hún tekur við starfinu af Kristínu Ögmundsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert