Sakborningar yfirheyrðir í gær og í dag

Lögregla á vettvangi á Akureyri í síðustu viku.
Lögregla á vettvangi á Akureyri í síðustu viku. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Yfirheyrslur hafa staðið yfir í gær og í dag yfir sakborningum í máli er varðar al­var­lega lík­ams­árás og frels­is­svipt­ingu á Akureyri í síðustu viku. Fjórir eru enn í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna.

Samhliða yfirheyrslu hafa farið fram skýrslutökur af vitnum. 

Á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra kemur fram að tveir þeirra fjögurra sem eru í gæsluvarðhaldi kæru úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis til Landsréttar á laugardag, í því skyni að fá hann felldan úr gildi og er niðurstöðu að vænta þaðan. Hinir tveir kærðu úrskurðinn til Landsréttar á mánudag.

Rannsóknin heldur áfram og það er enn mat lögreglunnar að ekki sé unnt að greina frá efnisatriðum málsins á þessu stigi. Unnið er í kappi við tímann á meðan beðið er niðurstöðu Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert