Sinntu 120 árekstrum

Mikill erill hjá Árekstur.is í að sinna umferðaróhöppum í hálkunni.
Mikill erill hjá Árekstur.is í að sinna umferðaróhöppum í hálkunni. Ljósmynd/Atli Sturluson

Árekstur.is kom að yfir 120 málum frá mánudegi til föstudags í síðustu viku. „Það er alveg búið að vera rosalega mikið að gera hjá okkur frá morgni til kvölds,“ segir Kristján Kristjánsson, rekstrarstjóri hjá Árekstur.is.

Fyrirtækið sér um aðkomu að umferðarslysum og óhöppum og aðstoðar við að koma upplýsingum til tryggingafélaga. Nær þjónustusvæðið yfir allt höfuðborgarsvæðið.

Þrír bílar eru starfræktir hjá fyrirtækinu og hefur verið erfitt að annast allar tilkynningar síðustu daga. Fyrirtækið ákvað nýlega að bæta við sig bíl og starfsmanni á komandi mánuðum til að anna aukinni eftirspurn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert