Sjúkrabílar villast og keyra krókaleiðir

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Brögð eru að því að sjúkrabílar í Árnessýslu taki krók á leið sína eða fari villir vegar þegar þeir hafa sinnt útköllum á sveitabæjum í sýslunni sem bera nafnið Krókur.

Er talið líklegt að það stafi m.a. af því að fimm bæir í sýslunni heita Krókur, þar af þrír í Flóahreppi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sjúkrabílunum hefur því stundum sóst ferðin seint við að sækja sjúklinga og dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að lóðsa sjúkraflutningamenn rétta leið frá bæjunum á sjúkrahúsið á Selfossi, að sögn Lilju Maríu Gísladóttur, bónda í Króki í Flóahreppi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert