Verð á minkaskinnum hækkar

Minkaskinn í Ásgerði.
Minkaskinn í Ásgerði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Heimsmarkaðsverð á minkaskinnum virðist byrjað að stíga á ný, eftir mikinn öldudal undanfarin tvö ár. Verðið er þó enn langt undir framleiðslukostnaði skinna hér á landi.

Fyrsta loðskinnauppboð ársins hjá Kopenhagen Fur þar sem íslenskir minkabændur selja skinn sín er lokið. Verðið hækkaði í dollurum frá því í júní þegar síðast voru seld sambærileg skinn, nálægt 5% að meðaltali.

Þegar verðið er yfirfært í danskar krónur breytist hækkun í lækkun því dollarinn hefur lækkað um 10% gagnvart dönsku krónunni. Ef litið er framhjá þessum hræringum má sjá að verðið er svipað í íslenskum krónum og það var í júní, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert