300 tillögur um nafn á sveitarfélagið bárust

Sandgerðisbúar eru 1.780 og rúmlega 1.600 manns búa í Sveitarfélaginu …
Sandgerðisbúar eru 1.780 og rúmlega 1.600 manns búa í Sveitarfélaginu Garði, þaðan sem þessi mynd er af byggð á fjörukambi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúar í Sandgerði og Garði greiða í næsta mánuði atkvæði um nafn á sameinað sveitarfélag sem nær yfir bæði þessi byggðarlög. Í viðhorfskönnun sem efnt var til var óskað eftir að íbúar sendu tillögur um nöfn.

Sá frestur rann út síðastliðinn mánudag og nú verður valinn hluti tillagnanna, sem voru alls 300, og sendur Örnefnanefnd til umsagnar. Þær tillögur sem nefndin samþykkir verða svo væntanlega þeir kostir sem íbúar geta kosið um. Skilyrt er að hvorugt núverandi nafna sveitarfélaganna kemur til greina, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Sameining Sandgerðis og Garðs var samþykkt í kosningum í nóvember sl. og síðan þá hefur verið unnið að útfærslu ýmissa mála sameiningu viðvíkjandi. Sett var á laggirnar sérstök nefnd skipuð þremur bæjarfulltrúum og bæjarstjóra af hvorum stað og þar hafa verið lagðar línur um framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert