Bókabúðir eins og gömlu kaupfélögin

Fyrrverandi formaður Félags bókaútgefenda vill meira úrval.
Fyrrverandi formaður Félags bókaútgefenda vill meira úrval. mbl.is/Ómar Óskarsson

Formannsskipti urðu í Félagi íslenskra bókaútgefenda í síðustu viku. Egill Örn Jóhannsson lét af formennsku eftir fimm ára starf en í hans stað var kjörinn Heiðar Ingi Svansson, sem verið hefur varaformaður félagsins.

Venju samkvæmt flutti formaður skýrslu síðasta árs á aðalfundi félagsins. Vöktu orð hans um stöðu bókabúða nokkra eftirtekt, en Egill Örn gagnrýndi minnkandi úrval íslenskra bóka og aukið framboð af vörum fyrir ferðamenn.

„Ég hef aldrei farið í grafgötur með það að mér hefur þótt sú þróun sem átt hefur sér stað í bókabúðum, sérstaklega miðsvæðis, óheppileg. Áhersla á íslenskar bækur hefur á undanförnum árum minnkað mikið en áhersla aukist, samhliða meiri ferðamannastraumi til landsins, á allt aðra vöru en maður var vanur að sjá í bókabúðum. Þar á ég við þennan hefðbundna túristavarning, svo sem boli, lunda og glingur ýmiskonar. Það segir sig sjálft að þegar áherslan minnkar á íslenskar bækur á okkar helstu sölustöðum er viðbúið að það hafi áhrif á sölu bóka,“ segir Egill meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert