Yfir 400% ársvextir af smálánum

Neytendasamtökin gera kröfu um að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurskoði starfshætti smálánafyrirtækja og tryggi að þau starfi lögum samkvæmt.

Samtökin telja að þau úrræði sem stjórnvöld hafi til að koma í veg fyrir ólöglega lánastarfsemi dugi skammt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Neytendasamtökin telja brýnt að gripið verði til aðgerða gegn smálánafyrirtækjum en þau hafa ítrekað brotið lög á undanförnum árum,“ segir í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér í gær. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur hlutfall smálána af heildarkröfum þeirra sem sækja um ráðgjöf eða greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara vaxið umtalsvert á undanförnum árum og er nú hærra en hlutfall fasteignalána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert