Áfram í haldi grunaður um ítrekuð brot

Maðurinn er grunaður um ítrekuð brot gagnvar fleiri en einum …
Maðurinn er grunaður um ítrekuð brot gagnvar fleiri en einum dreng. mbl.is/Kristinn

Karlmaður sem grunaður er um að hafa tælt 18 ára dreng til samræðis í nokkur skipti eftir að hafa gefið honum mikið magn lyfja í um vikutíma, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. apríl.

Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Var maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald, en krafan byggir á c og d-lið 1. mgr. 95 gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir að ætla megi að maðurinn muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi. Einnig að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna.

Maðurinn var ný­lega ákærður fyr­ir fjölda brota gegn sama dreng sem áttu sér stað yfir tveggja ára tíma­bil. Þá er maður­inn einnig grunaður um að hafa beitt ann­an dreng kyn­ferðis­legri áreitni.

Fyrirhugað er að aðalmeðferð málsins hefjist föstudaginn 13. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert