BHM lengi bent á tölur um atvinnuleysi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. mbl.is/Golli

Bandalag háskólamanna, BHM, hefur beðið um nánari greiningu á tölum Vinnumálastofnunar um fjölda háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá en þeir eru yfir 1.100 talsins.

„BHM hefur bent á þessar tölur nokkuð lengi og það hefur legið ljóst fyrir að atvinnuleysi á meðal háskólamenntaðra hefur staðið í stað undanfarin ár. Nú eru háskólamenntaðir 26% af atvinnulausum á Íslandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

Kemur ekki á óvart 

Hún segir að greina þurfi tölurnar, ekki bara út frá menntun heldur einnig kyni, aldri og hversu lengi fólk hefur verið á atvinnuleysisskrá. Einnig væri gagnlegt að sjá hvað verður um fólk sem fullnýtir bótarétt sinn.

„Því miður kemur þetta okkur ekki á óvart. Þetta er eitthvað sem við höfum vitað og haft vaxandi áhyggjur af,“ bætir hún við um tölur Vinnumálastofnunar. „Við fögnum því að Vinnumálastofnun sé að beina sjónum sínum að háskólamenntuðum. Við höfum verið þeirrar skoðunar að þeim hafi ekki sinnt miðað við þörfina sem hefur verið.“

Störf í ferðaþjónustu hafa ekki skilað sér nægilega til háskólamenntaðra.
Störf í ferðaþjónustu hafa ekki skilað sér nægilega til háskólamenntaðra. mbl.is/Ómar

Fjárfestingin þarf að bera sig 

Þórunn bendir á að háskólamenntun ein og sér tryggi mönnum ekki starf við hæfi og fólk sé eflaust farið að átta sig á því. Hún segir mjög mikilvægt fyrir einstaklinga sem fari í háskólanám og samfélagið í heild sinni að fjárfesting í slíku námi beri sig. Þá umræðu þurfi að taka í framhaldinu og á breiðari vettvangi. 

Fá störf fyrir háskólamenntaða í ferðaþjónustu

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, greindi frá því í samtali við mbl.is í gær að ein ástæðan fyrir þessum aukna fjölda háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá væri sú að góð staða í atvinnulífinu skili sér ekki til háskólamenntaðra. Einnig nefndi hann aukinn fjölda háskólamenntaðra sem fer í nám sem aðra ástæðu.

„Eftir hrun voru skólarnir opnaðir og sem betur fer gaf það mjög mörgum tækifæri til þess að fara í nám í stað þess að lenda í atvinnuleysi. Það sem hefur síðan gerst er að uppgangurinn í samfélaginu hefur orðið mestur í ferðaþjónustu og ég fæ ekki séð að þar séu mörg störf í boði fyrir háskólamenntaða. Meirihluti krefst væntanlega ekki sérfræðimenntunar,“ greinir Þórunn frá.

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar

Þörf á aukinni fræðslu 

Hún segir stöðuna sem er uppi snúast um námsval að einhverju leyti. Íhuga þurfi af alvöru hvort ekki þurfi að gera ungu fólki betur grein fyrir því hver staðan er á vinnumarkaði og hvernig mannaflaspár séu þannig að hægt sé að sjá betur hvar vantar fólk og hvar ekki. „Það myndi vonandi auðvelda ungu fólki að taka ákvörðun um hvað það vilji nema,“ segir hún en tekur fram að hún sé ekki að tala um stýringu heldur aukna fræðslu.

Í bréfinu sem Gissur skrifaði til forstöðumanna ríkisstofnana og framkvæmdastjóra sveitarfélaga benti hann á þann möguleika að ráða háskólamenntaða atvinnuleitendur til sumarstarfa með fjárstyrk frá Vinnumálastofnun. Þórunn telur að það muni ekki leysa vandann og býst við að eiga fund með Vinnumálastofnun í næstu viku vegna stöðunnar sem er uppi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera meðlimir í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

Í gær, 21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Í gær, 21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Í gær, 21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

Í gær, 21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

Í gær, 21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

Í gær, 20:35 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

Í gær, 20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

Í gær, 19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

Í gær, 18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
VAÐNES - sumarbústaðalóð
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Fimm bind RITVERK.
Til sölu fimm binda ritverk eftir Gils Guðmundsson sem nefnist SKÚTUÖLDIN, e...