Dreginn út og fer til Detroit

Óttarr Magni Jóhannsson.
Óttarr Magni Jóhannsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hlakka mikið til þess að koma til Detroit, borgarinnar við vötnin miklu,“ segir Óttarr Magni Jóhannsson.

Í gær var dregið í áskrifendaleik Árvakurs og WOW air og var Óttarr einn fimm áskrifenda að Morgunblaðinu sem þar hrepptu tvo miða í ferðavinning, en samtals voru dregnir út tíu miðar. Hinir voru Sigurður Guðjónsson, Lára Magnúsardóttir, Inga Fjóla Baldursdóttir og Páll Helgason.

Áskrifendaleikurinn stendur í tíu vikur og útdrátturinn í gær var sá sjötti í röðinni. Eftir viku verða úr potti dregin nöfn fimm heppinna áskrifenda sem fara til Cincinnati í Ohio-ríki, sem er einn áfangastaða WOW vestanhafs. Alls eru 104 farmiðar í pottinum í leiknum.

Óttarr Magni, sem er sölumaður, er Austfirðingur að uppruna en hefur lengi búið í Reykjavík. „Seyðfirðingur, Vesturbæingur og KR-ingur, það er sterk blanda. Ég hef komið í flestallar heimsálfur, utan Ástralíu og Suðurskautslandið, og nokkrum sinnum til Bandaríkjanna. Ferðalög eru frábær til að breikka sjóndeildarhringinn og kynnast nýju fólki og framandi aðstæðum. Því verður spennandi að koma til Detroit í Michigan, bílaborgarinnar miklu sem svo er kölluð,“ segir Óttarr, áskrifandi Morgunblaðsins til áratuga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert