Gera við jeppa í 55 gráðu frosti

Arnór og Jóhannes er þeir fóru á sama stað á ...
Arnór og Jóhannes er þeir fóru á sama stað á suðurpólnum fyrir nokkru síðan. Ljósmynd/Aðsend

Tveir starfsmenn Arctic Trucks eru staddir á hásléttu Suðurskautslandsins í gríðarlegum kulda í eins konar björgunarleiðangri þar sem markmiðið er að gera við jeppa fyrirtækisins sem bilaði þar í síðasta mánuði.

„Þetta er á ytri mörkum þess sem okkur finnst þægilegt að gera. Við trúum því að þetta sé ekki hættulegt en það þarf að fara gríðarlega varlega,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks.

Annar bílanna sem urðu eftir á suðurpólnum. Myndin er úr ...
Annar bílanna sem urðu eftir á suðurpólnum. Myndin er úr safni Arctic Trucks. Ljósmynd/Aðsend

Rússneskt fyrirtæki sem annast flug til og frá Suðurskautslandinu notar jeppa frá Arctic Trucks í tengslum við eldsneytisbirgðastöð fyrir flugvélar sínar. Þegar átti að loka stöðinni um miðjan janúar og keyra heim, eins og þeir gera árlega, bilaði annar jeppinn og ekki náðist að flytja hann til baka. Því var ákveðið að efna til leiðangursins áður en vetur gengur í garð á Suðurskautslandinu af fullum krafti.

Frá leiðangri á suðurpólinn sem var farinn fyrir nokkru síðan.
Frá leiðangri á suðurpólinn sem var farinn fyrir nokkru síðan. Ljósmynd/Aðsend

Allt að 55 gráðu frost

Guðmundur veit ekki til þess að neinn hafi farið inn á hásléttuna áður á þessum árstíma í erindagjörðum sem þessum. Frostið á svæðinu er á bilinu -45 til -55 gráður.

Viðgerðarmennirnir, þeir Jóhannes Guðmundsson og Arnór Ingólfsson, flugu þangað frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þangað komu þeir síðastliðinn laugardag.

Eftir að gluggi myndaðist í gær á síðasta deginum sem hægt var að fljúga þangað, lögðu þeir af stað og flugu 1.700 kílómetra inn á 83. breiddargráðu á Suðurskautslandinu, þar sem þeir lentu um fjögurleytið.

Ljósmynd/Aðsend

Þeir byrjuðu að gera við jeppann í gærkvöldi en hingað til hefur viðgerðin ekki gengið nógu vel. Fyrst var talað um að millikassi hefði brotnað í jeppanum en hugsanlegt er að vélin sé einnig biluð í honum.

„Þeir eru að vinna í miklum kulda við krefjandi aðstæður. Það væsir ekkert um þá,“ segir Guðmundur um þá Jóhannes og Arnór, sem hafa komið upp tjöldum og eru með hitara meðferðis. 

Ljósmynd/Aðsend

4 til 5 daga akstur til baka

Ef það tekst að gera við jeppann munu þeir félagar aka bílunum tveimur 1.700 kílómetra til baka og ætti það að taka fjóra til fimm daga á 20 til 25 kílómetra meðalhraða. Ekki er vitað til þess að bílar hafi áður verið keyrðir á hásléttunni á suðurskautinu á þessum tíma.

Guðmundur tekur fram að þeir Jóhannes og Arnór séu margreyndir og öllu vanir. „Við berum fullt traust til þeirra.“ 

Ljósmynd/Aðsend

Hann segir mikilvægt að koma bilaða jeppanum af suðurskautinu. „Það er ekki kjörstaða að hafa bíl þarna yfir veturinn. Þarna verður 70 gráðu frost og jafnvel meira yfir háveturinn. Þessir bílar eru ekkert sérstaklega gerðir fyrir svona mikið frost. Við krossum fingur og vonum að við fáum jákvæðar fréttir í dag.“

Um 30 milljóna kostnaður

Aðspurður segir hann leiðangurinn kosta í kringum 30 milljónir króna og munu Rússarnir taka upp budduna. Bara flugið inn á hásléttu suðurskautsins kostar 160 þúsund dollara, eða um 16 milljónir króna.

Hér fyrir neðan er myndband af leiðangri starfsmanna Arctic Trucks sem fóru á suðurskautið fyrir nokkru síðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lá fastur undir stálbitanum

10:49 Maðurinn sem slasaðist í gær við að fá stálbita ofan á sig er töluvert slasaður á sjúkrahúsi. Hann var við störf á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu er 500 kg stálbiti valt ofan á hann. Meira »

Sex ráðherrar þurfa að svara fyrir makríl

10:09 Þótt dómstólar hafi ekki dæmt ríkið til að greiða útgerðum skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt dómi Hæstaréttar, má áætla að tap þeirra fjögurra útgerða sem höfðuðu mál nemi mörgum milljörðum króna frá árinu 2011. Þá er ótalið tjón þeirra útgerða sem ekki fóru í mál. Meira »

Berjast fyrir rétti barnsins síns

10:00 Ingveldur Ægisdóttir og maki hennar Kristinn Aðalsteinn Eyjólfsson hafa um árabil staðið í ströngu við heilbrigðis- og almannatryggingakerfið hér á landi fyrir hönd langveikrar dóttur sinnar, Lovísu Lindar. Meira »

Bækurnar sem bóksalar völdu

09:20 Ungfrú Ísland var í fyrsta sæti yfir íslensk skáldverk hjá starfsfólki bókaverslana. Allt sundrast eftir Chinua Achebe hafnaði í fyrsta sæti yfir þýdd skáldverk. Meira »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »