Gera við jeppa í 55 gráðu frosti

Arnór og Jóhannes er þeir fóru á sama stað á ...
Arnór og Jóhannes er þeir fóru á sama stað á suðurpólnum fyrir nokkru síðan. Ljósmynd/Aðsend

Tveir starfsmenn Arctic Trucks eru staddir á hásléttu Suðurskautslandsins í gríðarlegum kulda í eins konar björgunarleiðangri þar sem markmiðið er að gera við jeppa fyrirtækisins sem bilaði þar í síðasta mánuði.

„Þetta er á ytri mörkum þess sem okkur finnst þægilegt að gera. Við trúum því að þetta sé ekki hættulegt en það þarf að fara gríðarlega varlega,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks.

Annar bílanna sem urðu eftir á suðurpólnum. Myndin er úr ...
Annar bílanna sem urðu eftir á suðurpólnum. Myndin er úr safni Arctic Trucks. Ljósmynd/Aðsend

Rússneskt fyrirtæki sem annast flug til og frá Suðurskautslandinu notar jeppa frá Arctic Trucks í tengslum við eldsneytisbirgðastöð fyrir flugvélar sínar. Þegar átti að loka stöðinni um miðjan janúar og keyra heim, eins og þeir gera árlega, bilaði annar jeppinn og ekki náðist að flytja hann til baka. Því var ákveðið að efna til leiðangursins áður en vetur gengur í garð á Suðurskautslandinu af fullum krafti.

Frá leiðangri á suðurpólinn sem var farinn fyrir nokkru síðan.
Frá leiðangri á suðurpólinn sem var farinn fyrir nokkru síðan. Ljósmynd/Aðsend

Allt að 55 gráðu frost

Guðmundur veit ekki til þess að neinn hafi farið inn á hásléttuna áður á þessum árstíma í erindagjörðum sem þessum. Frostið á svæðinu er á bilinu -45 til -55 gráður.

Viðgerðarmennirnir, þeir Jóhannes Guðmundsson og Arnór Ingólfsson, flugu þangað frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þangað komu þeir síðastliðinn laugardag.

Eftir að gluggi myndaðist í gær á síðasta deginum sem hægt var að fljúga þangað, lögðu þeir af stað og flugu 1.700 kílómetra inn á 83. breiddargráðu á Suðurskautslandinu, þar sem þeir lentu um fjögurleytið.

Ljósmynd/Aðsend

Þeir byrjuðu að gera við jeppann í gærkvöldi en hingað til hefur viðgerðin ekki gengið nógu vel. Fyrst var talað um að millikassi hefði brotnað í jeppanum en hugsanlegt er að vélin sé einnig biluð í honum.

„Þeir eru að vinna í miklum kulda við krefjandi aðstæður. Það væsir ekkert um þá,“ segir Guðmundur um þá Jóhannes og Arnór, sem hafa komið upp tjöldum og eru með hitara meðferðis. 

Ljósmynd/Aðsend

4 til 5 daga akstur til baka

Ef það tekst að gera við jeppann munu þeir félagar aka bílunum tveimur 1.700 kílómetra til baka og ætti það að taka fjóra til fimm daga á 20 til 25 kílómetra meðalhraða. Ekki er vitað til þess að bílar hafi áður verið keyrðir á hásléttunni á suðurskautinu á þessum tíma.

Guðmundur tekur fram að þeir Jóhannes og Arnór séu margreyndir og öllu vanir. „Við berum fullt traust til þeirra.“ 

Ljósmynd/Aðsend

Hann segir mikilvægt að koma bilaða jeppanum af suðurskautinu. „Það er ekki kjörstaða að hafa bíl þarna yfir veturinn. Þarna verður 70 gráðu frost og jafnvel meira yfir háveturinn. Þessir bílar eru ekkert sérstaklega gerðir fyrir svona mikið frost. Við krossum fingur og vonum að við fáum jákvæðar fréttir í dag.“

Um 30 milljóna kostnaður

Aðspurður segir hann leiðangurinn kosta í kringum 30 milljónir króna og munu Rússarnir taka upp budduna. Bara flugið inn á hásléttu suðurskautsins kostar 160 þúsund dollara, eða um 16 milljónir króna.

Hér fyrir neðan er myndband af leiðangri starfsmanna Arctic Trucks sem fóru á suðurskautið fyrir nokkru síðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Handverksbjór og hamborgarar

20:49 „Við byrjum á matnum og stefnum á að opna veitingastaðinn fyrir páska. Það er alla vega draumurinn. Svo opnum við brugghúsið í beinu framhaldi svona mánuði síðar,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss, sem verður opnuð í Vík í Mýrdal á næstunni. Meira »

Andlát: Guðjón A. Kristjánsson

20:40 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, er látinn eftir baráttu við krabbamein, á 74. aldursári. Meira »

Heppinn lottóspilari vann 26 milljónir

19:55 Einn heppinn lottóspilari var með allar fimm tölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í kvöld. Hann fær í sinn hlut rúmar 26 milljónir króna. Meira »

Réttarhöld í vændismálum verði opin

19:44 Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að opnun réttarhalda í vændis- og mansalsmálum myndi hjálpa til í baráttunni gegn vændisstarfsemi. Meira »

Gagnrýna óhefðbundnar lækningar

19:42 Um fimmtíu sálfræðingar hafa skrifað undir yfirlýsingu sem var nýlega send Sálfræðingafélagi Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum af notkun óhefðbundinna læknismeðferða við geðsjúkdómum. Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Vélhjólaslys í Þykkvabæjarfjöru

17:55 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út um fimmleytið í dag vegna vélhjólaslyss í Þykkvabæjarfjöru.  Meira »

Öryggi sjúkraflutninga áfram tryggt

18:02 Öryggi sjúkraflutninga verður áfram tryggt á meðan unnið er að því að skipuleggja fyrirkomulag þjónustunnar til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Meira »

Slasaður skíðamaður á Heljardalsheiði

17:46 Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um kl. 16 í dag vegna slasaðs skíðamanns á Heljardalsheiði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á vettvang á vélsleða. Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

17:10 Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð við Strýtur sunnan við Hveravelli þegar jeppi fór fram af hengju. Meira »

Lilja oddvitaefni B-lista

16:49 Lilja Einarsdóttir er oddvitaefni B-lista framsóknarmanna og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinu Hvoli í dag. Meira »

Þyrla kölluð til vegna fjórhjólaslyss

16:20 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna fjórhjólaslyss á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum var fyrst á vettvang og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Slysið varð á vegi sem liggur frá Suðurstrandavegi að Djúpavatni. Meira »

Fullt úr úr dyrum á #metoo-fundi

15:52 Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu á #metoo-fund sem Landssamband sjálfstæðiskvenna stóð fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Saksóknari fékk ekki fíkniefnaskýrslu

15:31 Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki kynnt embætti ríkissaksóknara skýrslu heilbrigðisráðherra um mótun og stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkefnum vímuefnaneyslu frá árinu 2016. Meira »

Mótmæla þögn íslenskra stjórnvalda

14:01 Fjöldi fólks kom saman við Hallgrímskirkju í hádeginu í dag til að styðja íbúa Afrín-héraðs í Sýrlandi. Einnig þrýsta mótmælendur á íslensk stjórnvöld að fordæma innrás Tyrklandshers inn í héraðið. Meira »

Hnúfubak rak á land í Héðinsfirði

15:35 Fullvaxinn hnúfubakur hefur legið dauður í nokkurn tíma í fjöru í Héðinsfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Ægissyni, fréttaritara mbl.is og Morgunblaðsins á Siglufirði, var hvalsins fyrst vart 9. mars en sennilega er töluvert lengra síðan hvalinn rak á land. Meira »

Gengu í það heilaga á Hlemmi

14:46 Hlemmur mathöll hefur vakið lukku meðal landsmanna sem og ferðamanna sem hafa lagt leið sína þangað frá því að höllin opnaði síðasta sumar. En það er óhætt að fullyrða að fáir hafi heillast jafn mikið af Hlemmi og bandaríska parið Jennifer og Eric Stover, sem eru stödd hér á landi í fríi. Meira »

Klappað fyrir Sigríði Andersen

13:45 Fyrirspyrjandi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins kaus að ljúka máli sínu í fyrirspurnartíma í morgun, þar sem sjálfstæðismenn gátu lagt fram munnlegar fyrirspurnir fyrir forystumenn flokksins, á því að þakka Sigríði Andersen dómsmálaráðherra fyrir störf hennar. Meira »
Símstöð MACROTEL.
Símstöð selst ódýrt, aðeins 4000kr. uppl.sími: 8691204 ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...