Gera við jeppa í 55 gráðu frosti

Arnór og Jóhannes er þeir fóru á sama stað á ...
Arnór og Jóhannes er þeir fóru á sama stað á suðurpólnum fyrir nokkru síðan. Ljósmynd/Aðsend

Tveir starfsmenn Arctic Trucks eru staddir á hásléttu Suðurskautslandsins í gríðarlegum kulda í eins konar björgunarleiðangri þar sem markmiðið er að gera við jeppa fyrirtækisins sem bilaði þar í síðasta mánuði.

„Þetta er á ytri mörkum þess sem okkur finnst þægilegt að gera. Við trúum því að þetta sé ekki hættulegt en það þarf að fara gríðarlega varlega,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks.

Annar bílanna sem urðu eftir á suðurpólnum. Myndin er úr ...
Annar bílanna sem urðu eftir á suðurpólnum. Myndin er úr safni Arctic Trucks. Ljósmynd/Aðsend

Rússneskt fyrirtæki sem annast flug til og frá Suðurskautslandinu notar jeppa frá Arctic Trucks í tengslum við eldsneytisbirgðastöð fyrir flugvélar sínar. Þegar átti að loka stöðinni um miðjan janúar og keyra heim, eins og þeir gera árlega, bilaði annar jeppinn og ekki náðist að flytja hann til baka. Því var ákveðið að efna til leiðangursins áður en vetur gengur í garð á Suðurskautslandinu af fullum krafti.

Frá leiðangri á suðurpólinn sem var farinn fyrir nokkru síðan.
Frá leiðangri á suðurpólinn sem var farinn fyrir nokkru síðan. Ljósmynd/Aðsend

Allt að 55 gráðu frost

Guðmundur veit ekki til þess að neinn hafi farið inn á hásléttuna áður á þessum árstíma í erindagjörðum sem þessum. Frostið á svæðinu er á bilinu -45 til -55 gráður.

Viðgerðarmennirnir, þeir Jóhannes Guðmundsson og Arnór Ingólfsson, flugu þangað frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þangað komu þeir síðastliðinn laugardag.

Eftir að gluggi myndaðist í gær á síðasta deginum sem hægt var að fljúga þangað, lögðu þeir af stað og flugu 1.700 kílómetra inn á 83. breiddargráðu á Suðurskautslandinu, þar sem þeir lentu um fjögurleytið.

Ljósmynd/Aðsend

Þeir byrjuðu að gera við jeppann í gærkvöldi en hingað til hefur viðgerðin ekki gengið nógu vel. Fyrst var talað um að millikassi hefði brotnað í jeppanum en hugsanlegt er að vélin sé einnig biluð í honum.

„Þeir eru að vinna í miklum kulda við krefjandi aðstæður. Það væsir ekkert um þá,“ segir Guðmundur um þá Jóhannes og Arnór, sem hafa komið upp tjöldum og eru með hitara meðferðis. 

Ljósmynd/Aðsend

4 til 5 daga akstur til baka

Ef það tekst að gera við jeppann munu þeir félagar aka bílunum tveimur 1.700 kílómetra til baka og ætti það að taka fjóra til fimm daga á 20 til 25 kílómetra meðalhraða. Ekki er vitað til þess að bílar hafi áður verið keyrðir á hásléttunni á suðurskautinu á þessum tíma.

Guðmundur tekur fram að þeir Jóhannes og Arnór séu margreyndir og öllu vanir. „Við berum fullt traust til þeirra.“ 

Ljósmynd/Aðsend

Hann segir mikilvægt að koma bilaða jeppanum af suðurskautinu. „Það er ekki kjörstaða að hafa bíl þarna yfir veturinn. Þarna verður 70 gráðu frost og jafnvel meira yfir háveturinn. Þessir bílar eru ekkert sérstaklega gerðir fyrir svona mikið frost. Við krossum fingur og vonum að við fáum jákvæðar fréttir í dag.“

Um 30 milljóna kostnaður

Aðspurður segir hann leiðangurinn kosta í kringum 30 milljónir króna og munu Rússarnir taka upp budduna. Bara flugið inn á hásléttu suðurskautsins kostar 160 þúsund dollara, eða um 16 milljónir króna.

Hér fyrir neðan er myndband af leiðangri starfsmanna Arctic Trucks sem fóru á suðurskautið fyrir nokkru síðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sambærilegt en ásýndin öðruvísi

14:00 Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að allt hafi gengið að óskum varðandi öryggismál og aðbúnað íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi en það dvelur í góðu yfirlæti í strandbænum Kabardinka við Svartahaf. Meira »

Rúrik vekur athygli á armböndum Krafts

13:33 Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason nýtir athyglina sem hann hefur hlotið á HM vel, en hann deildi mynd af sér með armband frá Krafti á Instagram-reikningi sínum og benti á Instagram-reikning Krafts í leiðinni. Meira »

„Þetta fer bara vel í mig“

13:12 Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, að þessu sinni liggur fyrir fjöldi tillagna frá minnihlutanum. Meira »

Heilbrigðiskerfið byggist á fólki

12:29 „Það er mikilvægt að byggja hús, skapa gott umhverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mikilvægara er að hafa í huga að heilbrigðiskerfi er og verður ekki byggt upp á húsum, heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki,“ segir formaður hjúkrunarráðs Landspítala í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra. Meira »

Dagurinn engin tilviljun

11:50 Facebook-hópurinn „Mæður og feður standa með ljósmæðrum“ stendur fyrir samstöðufundi vegna kjarabaráttu ljósmæðra í tilefni af kvennréttindadegi íslenskra kvenna í dag. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ljósmæður höfnuðu nýjum samningi 8. júní. Meira »

Bríetar minnst á kvenréttindadeginum

11:25 Kvenréttindadagur íslenskra kvenna er í dag en á þessum degi fyrir hundrað og þremur árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð

11:05 Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í Stigahlíð í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn sjónarvotta voru á staðnum þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna. Meira »

„Kona fer í stríð“ sýnd á Ísafirði

10:49 „Efni myndarinnar snertir málefni sem brenna á Vestfirðingum, hugmyndin er að í framhaldinu geti orðið samtal á milli fólks,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri og framleiðandi verðlaunakvikmyndarinnar Kona fer í stríð, í samtali við Morgunblaðið. Hann mun halda sérsýningu á kvikmyndinni í Ísafjarðarbíói kl. 17 síðdegis. Meira »

Leita að ökumanni sem ók á barn

10:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns rauðrar fólksbifreiðar sem ók á 7 ára dreng á reiðhjóli í Árskógum í Reykjavík skömmu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. júní, þannig að líkamstjón hlaust af, en ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi. Meira »

Umferðarslys norðan við Akureyri

10:05 Lögregla og sjúkralið voru kölluð út á tíunda tímanum vegna umferðarslyss skammt norðan við Akureyri, í vestanverðum Eyjafirði. Svo virðist vera sem dekk hafi losnað undan vörubíl og skollið beint framan á fólksbíl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Svikin um miða á leikinn

08:35 Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu í Moskvu. Meira »

Sólin dvalið norðaustan til

07:57 Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi. Meira »

Aldrei fundist jafn gaman í vinnunni

07:37 „Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf. Það er mjög gaman að setjast yfir þessi lið sem ég hef sjálf fylgst með á stórmótum frá því ég var pínulítil. Það er einfaldlega frábært að fá að taka þátt í þessu núna,“ segir Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV. Meira »

Verða í Reykjavíkurhöfn um hádegi

07:11 Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er Þór kominn inn í Faxaflóa og von á að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík um hádegi. Meira »

Mikil bleyta á Reykjanesbraut

07:06 Varað er við hvössum vindhviðum við fjöll á Suðaustur- og Austurlandi í dag en von er á þungbúnu og svölu veðri víða á landinu. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum hefur rignt talsvert þar í nótt og er mikil bleyta á Reykjanesbrautinni sem situr í hjólförum sem getur verið varasamt og ökumenn beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Þrjár tilkynningar um borgarísjaka

06:58 Stjórnstöð siglinga hafa borist þrjár tilkynningar um borgarísjaka undanfarnar klukkustundir. Enginn þeirra er á sömu slóðum en gott skyggni er á miðunum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meira »

Með lyfjakokteil í blóðinu

05:53 Tíu ökumenn voru stöðvaðir af næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var með fimm tegundir fíkniefna í blóðinu, annar fjórar og sá þriðji var með þrjár tegundir eiturlyfja í blóðinu. Margir þeirra voru próflausir. Meira »

Fjórir á móti einum

05:42 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál á Laugavegi á öðrum tímanum í nótt þar sem fjórir væru á móti einum. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Bókalind - antikbókabúð
Við erum antikbókabúð og höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum...