Hræddir og hjálparvana í snjónum

Fleiri ferðamenn hringja nú í 112 vegna þess að þeir …
Fleiri ferðamenn hringja nú í 112 vegna þess að þeir eru fastir í snjó eða hræddir við að keyra. mbl.is/​Hari

Eðli símtala sem Neyðarlínunni berast hefur aðeins breyst með tilkomu fleiri ferðamanna hér á landi þótt þeim hafi ekki fjölgað í takt við þá.

„Í vetur höfum við fengið fleiri símtöl frá ferðamönnum sem eru fastir í snjó. Velflestir hafa ekki einu sinni stigið út úr bílnum og leitað að skóflu áður en þeir hringja. Þeir vilja bara fá hjálp. Við fáum líka símtöl frá hræddum ferðamönnum sem vilja ekki keyra meira. Það verður kannski allt í einu blint og þeir verða bara hræddir,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

Neyðarlínan, 112, tekur á móti um 200.000 símtölum á ári og 150.000 þeirra verða að útkalli af einhverju tagi. Að meðaltali er hringt um 600 sinnum á dag í Neyðarlínuna en síðasta laugardag var vonskuveður og þá urðu símtölin 1.200 og um 1.000 á sunnudeginum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert