Mesta skjálftahrina í Grímsey frá 2013

Rauðu punktarnir sýna jarðskjálfta.
Rauðu punktarnir sýna jarðskjálfta. Skjáskot/Veðurstofa Íslands.

Á síðustu tveimur dögum eða 48 klukkustundum hafa mælst 1.238 jarðskjálftar við Grímsey eða á stóra Tjörnesbrotabeltinu. Af þeim hafa 12 skjálftar verið stærri en þrír af stærð, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar í nágrenni Grímseyjar undanfarin misseri.

Frétt mbl.is: Þrír yfir þrjú stig á hálftíma

Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar og um hádegi þann 16. febrúar höfðu hátt á annað þúsund skjálftar mælst á svæðinu.

„Það hefur verið óvenjumikið af skjálftum á þessu svæði það sem af er ári,“ segir Sigþrúður Ármanns­dótt­ir, sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. Þetta er mesta skjálftahrina á þessu svæði síðan í apríl 2013 þegar kröftug hrina varð í kjölfar skjálfta af stærðinni 5,5 á svipuðum slóðum. 

Sigþrúður tekur fram að á GPS-mælingum sé enga kvikuhreyfingu að sjá en slíkt gefur vísbendingu um gos.   

Frétt mbl.is: Íbúar í Grímsey rólegir yfir skjálftahrinunni

Rúmlega 10 skjálftar yfir þrír að stærð hafa  mælst og  þann 15. febrúar kl. 19:37 mældist skjálfti af stærð 4,1. Sumir þessara skjálfta hafa fundist í Grímsey. 

Sjá nánar í frétt Veðurstofu Íslands, Skjálftahrina við Grímsey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert