Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á blaðamannfundi sem haldinn var vegna skýrslu um rannsókn málsins hjá lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum viðkomandi. 

Maðurinn var færður fyrir dómara í dag en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 19. janúar.

Kæra var lögð fram á hend­ur mann­in­um í ág­úst á síðasta ári vegna kyn­ferðis­brota sem hann á að hafa framið framið gegn dreng þegar hann var á aldr­in­um 8 til 14 ára. Maður­inn var stuðnings­full­trúi drengs­ins þegar meint brot voru fram­inn.

Málið var hins veg­ar ekki tekið til skoðunar hjá lög­reglu fyrr en í des­em­ber, þá eft­ir ít­rekaðar fyr­ir­spurn­ir rétt­ar­gæslu­manns drengs­ins. Í janú­ar var maður­inn svo hand­tek­inn og hann úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald. Sam­tals hafa nú borist átta kær­ur á hend­ur mann­in­um fyr­ir kyn­ferðis­brot gagn­vart börn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert