Vítahringurinn rofinn

Samstöðuhópur öryrkja og aldraðra - Hópur öryrkja og eldri borgara …
Samstöðuhópur öryrkja og aldraðra - Hópur öryrkja og eldri borgara kom mótmælir ákvörðunum kjararáðs við Stjórnarráðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef við horfum fram á veginn þá mun þessi tillaga stuðla að framtíðarsátt um kjör kjörinna fulltrúa og á þessum grunni styðjum við þetta mál. Þá erum við búin að rjúfa þennan vítahring að laun kjörinna fulltrúa séu launaleiðandi í landinu.“

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, um þá tillögu starfshóps um málefni kjararáðs að leggja ráðið af. Starfshópurinn leggur til að laun þingmanna verði framvegis ákvörðuð í lögum um þingfararkaup með fastri krónutöluupphæð miðað við tiltekið tímamark.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir það mjög mikinn ávinning að horfið verði frá því fyrirkomulagi að kjararáð úrskurði um laun. „Frá því að kjararáð varð til hefur þetta alltof oft leitt til svona ágreinings þannig að þessi leið um kjararáð hefur að okkar mati ekki virkað. Það er full samstaða um það í starfshópnum að færa þetta nær því sem er í nágrannalöndunum og gera það með reglubundnari hætti,“ segir Gylfi í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert